Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 29. mars 2021 14:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Gylfi segir Guðjón fara fram með lygasögu: Þetta er bara kjánalegt
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég kannast ekki við ósætti milli míns og Eiðs Smára, nema þá að Guðjón Þórðarson viti eitthvað meira en ég. Þetta er bara kjánalegt að fyrrum landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari minn sé að segja þetta í einhverju viðtali. Mér líkar mjög vel við Eið Smára og vildi því hreinlega klára þetta mál strax," segir Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við 433.is.

Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, sagði frá því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi hefði ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ágreinings við Eið Smára.

Gylfi og eiginkona hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni og það er ástæða þess að Gylfi dró sig úr hópnum.

Gylfi lék undir stjórn Guðjóns árið 2009 hjá Crewe Alexandra.

„Það er mjög skrýtið að þessi umræða eigi sér stað, eiginkona mín er ólétt og ég ætlaði ekki að missa af fæðingunni. Hvort sem það kæmi á tíma eða eitthvað fyrr, ef það væri ekki fyrir COVID þá hefði ég getað farið og flogið beint til baka ef hún færi af stað. Það er sóttkví ef ég kem til baka inn í Bretland."

Gylfi hefur ekki rætt við Eið Smára um þessi ummæli Guðjóns og telur ekki þörf á því. „Ég þarf ekkert að tala við hann, þetta er svo langt frá því að vera satt að maður varla nennir að svara fyrir þetta núna," segir Gylfi í viðtali við Hörð Snævar Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner