Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gaui Þórðar: Ágreiningur á milli Gylfa og Eiðs
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur saknað Gylfa Þórs Sigurðssonar í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM 2022.

Liðið tapaði fyrir Þýskalandi 3-0 og svo Armeníu 2-0 í dag.

Gylfi og Alexandra Ívarsdóttir, eiginkona hans, eiga von á sínu fyrsta barni á næstunni og ákvað Gylfi því að draga sig úr hópnum fyrir þetta verkefni.

Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, lét athyglisverð ummæli falla um fjarveru Gylfa í hlaðvarpinu The Mike Show í kvöld.

„Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það er ágreiningur eða núningur á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðu Eiðs Smára. Þetta er það sem maður heyrir. Forystan verður að stíga fram og segja að það sé bara alls ekki," sagði Guðjón.

Hann var þá spurður hvort Gylfi vilji þá ekki spila fyrir Eið, sem er aðstoðarþjálfari liðsins.

„Það heyrist að hann sé ósáttur við þá stöðu sem uppi er og upp hefur komið. Ég þekki það ekki, þetta er bara það sem maður heyrir. Ef það eru einhver vandamál, þá þarf að leysa þau og menn þurfa að standa saman."

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner