Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Þvílík og önnur eins frammistaða á Blönduósi
Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt)
Ein frá 2015 af Ingva
Ein frá 2015 af Ingva
Mynd: Tindastóll.is
Leikmaður áttundu umferðar í 3. deild - í boði Jako Sport - er Ingvi Rafn Ingvarsson leikmaður Kormáks/Hvatar.

Ingvi er 28 ára gamall sóknarmaður sem hefur skorað sex mörk í átta leikjum fyrir Kormák/Hvöt í sumar. Hann skoraði öll þrjú mörk Kormáks/Hvatar í 3-2 heimasigri gegn Elliða á Blönduósi.

„Ingvi BlaNco Rafn Ingvarsson, þvílík og önnur eins frammistaða á Blönduósvelli. Hann einn síns liðs tók þennan sigur á Elliða, eins og Gylfi sagði fyrr í þættinum. Talaði mjög vel um hann, góður leikmaður," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

„Kannski ekki einn síns liðs en allt sem hann gerði gekk upp," sagði Gylfi.

„Skoraði þrennuna, frábær þrenna sem skilaði mikilvægum þremur stigum í hús á móti góðu liði Elliða. Hann er mjög vel að þessu kominn," sagði Sverrir.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum neðst í fréttinni eða í öllum hlaðvarpsveitum

Níunda umferðin:
fimmtudagur 30. júní
3. deild karla
20:00 Vængir Júpiters-Kári (Fjölnisvöllur - Gervigras)

föstudagur 1. júlí
18:00 Augnablik-KFS (Fífan)
19:15 ÍH-Víðir (Skessan)

laugardagur 2. júlí
14:00 KH-Sindri (Valsvöllur)
14:00 KFG-Kormákur/Hvöt (Miðgarður)
16:00 Elliði-Dalvík/Reynir (Fylkisvöllur)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
6. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
7. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
Ástríðan - 8. umferð - Luka rekinn eftir sigurleik, þrennur og misjafnt gengi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner