Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
banner
   mið 25. maí 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Sá hljóðláti er geggjaður í því
3. umferð: Arnar Laufdal Arnarssson (Augnablik)
Mynd: Augnablik
Um liðna helgi fór fram þriðja umferð í 3. deild karla. Vængir Júpíters, Augnablik, KFG, Dalvík/Reynir, Sindri og Kormákur/Hvöt unnu sína leiki.

Leikmaður umferðarinnar í boði Jako Sport var Arnar Laufdal Arnarsson sem er leikmaður Augnabliks. Arnar skoraði sigurmarkið þegar Augnablik vann Víði á heimavelli, fyrr í leiknum hafði hann lagt upp mark fyrir samherja sinn. Það er Ástríðan sem fjallar um 2.- og 3. deild karla. Í síðasta þætti voru það þeir Gylfi Tryggvason og Sverrir Mar Smárason sem gerðu upp þriðju umferðina.

„Sá hljóðláti skoraði og lagði upp á Kópavogsvelli. Markið var gott og stoðsendingin líka. Arnar er öflugur þegar liðið liggur til baka og sækir hratt. Hann er geggjaður í því og að dúkka upp og pota boltanum inn," sagði Sverrir Mar.

„Hann væri ofarlega á óskalistanum mínum af leikmönnum í 3. deild ef ég ætti að setja þannig lið, sem liggur til baka og sækir hratt, saman," sagði Gylfi.

4. umferð:
föstudagur 27. maí
19:15 KH-Augnablik (Valsvöllur)
19:15 ÍH-Elliði (Skessan)

laugardagur 28. maí
13:00 Sindri-Kormákur/Hvöt (Sindravellir)
14:00 Vængir Júpiters-KFG (Fjölnisvöllur - Gervigras)
15:00 Víðir-KFS (Nesfisk-völlurinn)
16:00 Kári-Dalvík/Reynir (Akraneshöllin)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling
2. umferð - Ante Marcic
Ástríðan - 3. umferð - Magnaður Kristófer og ekki tala við okkur um virðingu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner