Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   fös 03. júní 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild: Búinn að skora 50 prósent af mörkunum
Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
Jóhann Þór Arnarsson.
Jóhann Þór Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður fjórðu umferðar í 3. deild - í boði Jako Sport - er Jóhann Þór Arnarsson, leikmaður Víðis.

Hann er búinn að skora fimm mörk í fjórum leikjum í deildinni til þessa. Þrjú af þessum mörkum komu í 6-2 sigri gegn KFS í fjórðu umferðinni.

„Hann er að passa virkilega vel inn í þetta lið og er að skora þessi mörk sem þeir þurfa," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni, hlaðvarpinu sem stendur fyrir valinu.

„Hann er markahæstur í deildinni og er búinn að skora 50 prósent af mörkum Víðis í sumar," sagði Gylfi Tryggvason.

„Hann skorar þrennu og það er erfitt að horfa fram hjá honum," sagði Óskar Smári Haraldsson.

„Hann er vel að þessu kominn," sagði Sverrir.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
Ástríðan - 4. umferð - Til hamingju Njarðvík og Dalvík
Athugasemdir
banner
banner