David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   þri 29. október 2024 10:20
Elvar Geir Magnússon
Ætluðu að vera með fimm tíma viðhafnarútsendingu til að hylla Vini Jr
Vinicius Junior missti af Gullboltanum.
Vinicius Junior missti af Gullboltanum.
Mynd: EPA
Það var Rodri sem fékk boltann.
Það var Rodri sem fékk boltann.
Mynd: EPA
Mikið hefur verið fjallað um að Real Madrid ákvað að skrópa á Ballon d'Or verðlaunaafhendinguna í gær. Félagið var tilbúið með risastóra sendisveit en eftir að það fréttist að Vinicius Jr myndi ekki vinna gullboltann var einkaflugvélin afbókuð.

Sjónvarpsstöð Real Madrid var búin að skipuleggja fimm tíma viðhafnarútsendingu þar sem átti að fagna sigri Vini Jr, ásamt því að Carlo Ancelotti var þjálfari ársins og Real Madrid lið ársins.

Í fremstu röð í salnum þar sem verðlaunaafhendingin fór fram voru sæti merkt Vinicius og Jude Bellingham en merkingarnar voru teknar af áður en athöfnin hófst. Það var ekki mikil ánægja með að Real Madrid ákvað að sniðganga verðlaunin.

„Svo sér maður Real Madrid maskínuna fara af stað á samfélagsmiðlum og alls staðar. Fyrrum og núverandi leikmenn að segja að þetta sé ósanngjarnt og að Vinicius sé bestur í heimi. Hann hafi átt skilið að fá gullboltann," segir franski fótboltasérfræðingurinn Julien Laurens.

„Á Spáni er meira talað um að Vinicius hafi ekki unnið þetta en að Rodri hafi fengið verðlaunin. Mér finnst það virkilega ósanngjarnt því Rodri á mikið hrós skilið fyrir að hafa unnið verðlaunin."
Athugasemdir
banner
banner
banner