banner
   fös 30. júlí 2021 10:05
Elvar Geir Magnússon
Gullbikarinn: Hlé á leiknum vegna hrópa Mexíkóa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mexíkó vann 2-1 sigur gegn Kanada í undanúrslitum Gullbikarsins og mun mæta Bandaríkjunum í úrslitaleik um helgina.

Enn og aftur fóru stuðningsmenn Mexíkó yfir strikið í hrópum sínum og söngvum úr stúkunni. Dómarinn stöðvaði leikinn gegn Kanada tímabundið á meðan áhorfendum var skipað að láta af köllum sínum.

Söngvar sem beinast gegn samkynhneigðum heyrðust úr stúku Mexíkóa en þetta hefur verið mikið vandamál á leikjum liðsins í ansi langan tíma. Mexíkóska sambandið fékk sekt á HM 2018.

Sjá einnig:
Mexíkóar sektaðir fyrir niðsöngva gegn Íslandi

Hector Herrera skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Bandaríkin unnu 1-0 sigur gegn Katar í hinum undanúrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner