Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. nóvember 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
HM í dag - Úrslitastund fyrir Dani og Argentínumenn
Christian Eriksen og félagar eru á leið í úrslitaleik gegn Ástralíu.
Christian Eriksen og félagar eru á leið í úrslitaleik gegn Ástralíu.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Það er gífurlega spennandi lokadagur C- og D-riðla á HM í Katar í dag.

HM: D-riðill
15:00 Ástralía - Danmörk
15:00 Túnis - Frakkland

HM: C-riðill
19:00 Sádí Arabía - Mexíkó
19:00 Pólland - Argentína

Hvað þurfa liðin að gera til að komast í 16-liða úrslit?

D-riðill:

Frakkland hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Heimsmeistararnir tryggja sér sigur í riðlinum með sigri eða jafntefli gegn Túnis, eða ef Ástralía vinnur ekki Danmörku.

Ástralía kemst áfram ef liðið vinnur Danmörku. Jafntefli dugir liðinu ef Túnis vinnur ekki Frakkland.

Danmörk verður að vinna leikinn. Ef Danmörk og Túnis vinna mun markatala ráða úrslitum.

Túnis verður að vinna heimsmeistarana. Túnis getur ekki komist áfram ef Ástralía vinnur Danmörku.

C-riðill:

Pólland þarf að minnsta kosti jafntefli gegn Argentínu til að komast áfram. Ef Pólland tapar og Sádi-Arabía gerir jafntefli mun pólska liðið ná öðru sætinu ef það tapar með eins eða tveggja marka mun.

Argentína er örugg áfram með sigri. Ef Argentína gerir jafntefli kemst liðið bara áfram ef Sádarnir gera jafntefli líka. Ef Argentína gerir jafntefli og Sádar vinna eru Argentínumenn úr leik.

Sádi-Arabía kemst áfram með sigri gegn Mexíkó. Ef jafntefli verður niðurstaðan þurfa Sádar að treysta á að Argentína tapi.

Mexíkó verður að vinna til að eiga möguleika. Sigur með fjögurra marka mun eða meira innsiglar sætið.
HM hringborðið - Glæstar vonir og súr vonbrigði: Magnús Már kryfur það helsta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner