Færeyski landsliðsmaðurinn Hallur Hansson er mættur aftur til heimalandsins eftir tæpa eins árs dvöl hjá KR, en í dag samdi hann við meistaralið KÍ.
Hallur, sem er þrítugur, kom til KR frá Vejle á frjálsri sölu fyrir síðasta tímabil.
Hann spilaði 25 leiki í deild- og bikar áður en hann meiddist alvarlega á hné, en KR komst að samkomulagi við hann í febrúar um að rifta samningnum.
Þessi ágæti landsliðsfyrirliði Færeyinga er nú búinn að finna sér nýtt félag en hann gerði samning við KÍ í Betri deildinni í Færeyjum og gildir sá samningur til næstu tveggja ára.
Það er ólíklegt að hann verði eitthvað með á þessu ári vegna meiðslana.
KÍ hefur unnið Betri deildina síðustu tvö tímabil og byrjaði þá þetta tímabil á sigri.
Athugasemdir