Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 31. maí 2022 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Lið 4. umferðar - Kjartan Kári leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Kjartan Kári Halldórsson skoraði þrennu fyrir Gróttu og er í þriðja sinn í liði umferðarinnar
Kjartan Kári Halldórsson skoraði þrennu fyrir Gróttu og er í þriðja sinn í liði umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gonzalo Zamorano skoraði tvö og lagði upp eitt fyrir Selfyssinga
Gonzalo Zamorano skoraði tvö og lagði upp eitt fyrir Selfyssinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss er á toppnum þegar fjórar umferðir eru búnar af Lengjudeild karla, stigi á undan Gróttu, en bæði lið unnu sannfærandi sigra í 4. umferð deildarinnar.

Í úrvalsliðinu fyrir 4. umferðina eru þrír leikmenn frá Gróttu og tveir frá Grindavík og Selfossi.

Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur er þjálfari umferðarinnar að þessu sinni eftir að stýrt liðinu til sigurs gegn Fylki, 1-0.

Grindvíkingar eru með tvo leikmenn í liðinu. Kristófer Páll Viðarsson gerði sigurmark Grindvíkinga í leiknum og þá var Vladimir Dimitrovski klettur í vörninni.



Grótta vann KV, 5-1, í nágrannaslag þar sem Kjartan Kári Halldórsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Hann er í liðinu ásamt tveimur öðrum úr Gróttu en Jón Ívan Rivine og Arnar Þór Helgason eru einnig í liðinu. Kjartan og Jón Ívan eru í þriðja sinn í liði umferðarinnar en þetta er í annað sinn sem Arnar kemst í liðið.

Silas Songani, leikmaður Vestra, er í fyrsta sinn í liðinu eftir að hafa lagt upp tvö mörk í 3-3 jafnteflinu gegn Þór. Harvey Willard fær einnig pláss í liðinu fyrir mörkin tvö gegn Vestra.

Selfoss vann Þrótt Vogum örugglega, 4-0. Gonzalo Zamorano og Hrvoje Tokic voru frábærir í leiknum en Gonzalo skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og þá lagði Tokic upp tvö.

Stefán Ingi Sigurðarson átti góðan leik er HK lagði Aftureldingu að velli, 2-0. Hann skoraði fyrra mark liðsins í leiknum og var maður leiksins.

Fjölnir og Kórdrengir gerðu þá 1-1 jafntefli á Extra-vellinum en Gunnlaugur Fannar Guðmundsson átti hörkuleik í vörn Kórdrengja og fær pláss í liðinu.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner