


Stara Pazova í Serbíu er klárlega einn athyglisverðasti staður sem ég hef heimsótt í mínu starfi. Meira »

Við sem störfum í kringum knattspyrnu á Íslandi höfum mikilvægu hlutverki að gegna. Við erum fyrirmyndir og getum haft gríðarlega mikil áhrif á hugsun og gildismat iðkenda. Við kveikjum neista áhugahvatar á íþróttinni, styðjum við iðkendur, hlúum að uppeldi, hjálpum þeim að finna út hverjir þeir eru og hver ástríða þeirra er í lífinu. Meira »

Athygli vekur að Daði Berg Jónsson, sem leikur með Vestra á láni frá Víkingi, verður ekki í leikmannahópi heimamanna. Ástæðan er ákvæði í samkomulagi félaganna þar sem kveðið er á um að Vestri þurfi að greiða 2,5 milljónir króna vilji þeir að Daði spili. Sú upphæð hefur ekki verið greidd, og verður Daði því í stúkunni þegar liðin mætast.
Margir furða sig á þessu fyrirkomulagi og vekur það upp spurningar um tilgang og tilgangsleysi slíkra samninga. Undirritaður ákvað að skoða málið nánar og setur fram tvær hugsanlegar skýringar.
Vangavelta 1: Vestri telur einfaldlega of dýrt að greiða 2,5 milljónir króna fyrir að fá Daða Berg í leikinn – jafnvel þótt hann gæti reynst lykilmaður gegn sterku liði Víkinga.
Vangavelta 2: Víkingur Reykjavík vill með öllum ráðum koma í veg fyrir að lánsmaður þeirra spili gegn þeim og að dulin þrýstingur sé fyrir hendi Meira »

Það var augljóst að Aron fór ekki óvart utan í Andra Fannar en hvers vegna leikirnir í bann eru tveir er alls ekki augljóst, enda sést ekki nákvæmlega hvernig snertingin milli Arons og Andra er á þeirri upptöku sem í boði er af atvikinu. Meira »

Arnar Gunnlaugsson er tekinn við og ætlar að setja saman fjölhæfa og sveigjanlega blöndu sem bragðast vel við allar aðstæður. Vegferð hans í þjálfun hefur vakið verðskuldaða athygli og hann kann þá list að fá þjóðina alla til að stökkva um borð með sér.
Efasemdir eru varðandi úrvalið sem við höfum varnarlega en sjálfur hefur Arnar sagt að það sé ekki vandamál. Það þurfi bara að vinna rétt með leikmennina.
Það eru margir leikmenn að spila frábærlega en tríóið sem þjálfari Kósovó nefndi á fréttamannafundi er það sem mesta spennan er fyrir. Nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, varafyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sem hefur blómstrað í Meistaradeildinni og svo Albert Guðmundsson sem hefur skorað gegn Napoli, Panathinaikos og Juventus í þremur síðustu leikjum sem hann hefur spilað.
Samkeppnin er mikil á miðju og í sókninni og ljóst að Arnar verður með öflug vopn til að koma inn af bekknum og breyta leikjum ef á þarf að halda. Meira »

Fyrir það fyrsta að halda því fram að það sé ekki hægt að selja launþega er einfaldlega rangt. Meira »

Bílstjórinn sem sótti mig á flugvöllinn eftir að ég lenti í Aþenu er í harðkjarna stuðningssveit Olympiakos og notaði tækifærið þegar við vorum fastir í leiðinlegum umferðarteppum Aþenuborgar í að sýna mér myndbönd sem hann hefði tekið á leikjum liðsins. Rauð blys, mikil læti, mikil stemning. Meira »

Ég hef gaman að því hvað ég hef fengið góð viðbrögð við þessari hugmynd og það frá ýmsum þátttakendum leiksins; leikmönnum, þjálfurum, dómurum og stuðningsmönnum. Enginn hefur rætt við mig sem er algjörlega ósammála hugmyndinni en það væri gaman að heyra í þeim einstaklingi líka! Meira »

Íslensk lið geta ekki spilað heima hjá sér en hjá öðrum löndum sem eru í sömu stöðu er ástæðan sú að þau eru í stríði; eins og Úkraína og Ísrael. Meira »


Þetta er spurning sem ég hef oft spurt sjálfan mig að. Ég hef hinsvegar aldrei fundið eða fengið svar við þeirri spurningu.
Held að allir séu sammála um það að íslenskur fótbolti er smá “Sveitó“ áhugamennska en það er ákveðin rómantík við það. Hinsvegar eru félög að eyða óhemju miklum peningum í leikmenn og laun þeirra – laun sem að ekki eru réttlætanleg miðað við gæði deildarinnar eða þeirra leikmanna sem fá þessi laun. Meira »

Umræðan í aðdraganda leiksins hefur litast að miklu leyti af óvissunni um framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara Íslands. Meira »

Sigurinn gegn Svartfellingum í gær bjó til þennan úrslitaleik. Leikurinn í Niksic var alveg langt frá því að geta talist fallegur en markmiðið að ná í sigurinn náðist, gæðamunurinn kom í ljós á lokakaflanum og sigurinn nærir. Meira »


Skömmu síðar eru gerðar nokkrar breytingar á liðsvali Stjörnunnar og menn færðir úr byrjunarliðinu á bekkinn og öfugt. Meira »

Umræða var um það á kaffistofum landsins fyrir stuttu að það ætti að skipta honum út og liðið væri ekki á réttri leið undir hans stjórn. Það var ekki bara „eitthvað fólk út í bæ" eða „þessir svokölluðu sérfræðingar" sem töluðu þannig, það voru einnig fyrrum landsliðskonur sem gerðu það. Meira »

Það var ógleymanlegt að vera á Wembley í gærkvöldi þegar Ísland vann einn sinn stærsta sigur í fótboltasögunni. Þetta var ekki keppnisleikur, en samt var sigurinn risastór. Það er alltaf þannig þegar þú vinnur England á fótboltavellinum og sérstaklega þegar Englendingar ætla sér að halda eitthvað stórt partý rétt áður en þeir fara á EM. Meira »

Íslandi var boðið að taka þátt í sýningu á 'heimili fótboltans' en öllum var sama um okkur gestina. Flestir áhorfendur voru mættir til að sjá hina gríðarlegu hæfileikaríku sóknarleikmenn Englendinga leika sér að Íslendingum og bjuggust við öruggum sigri.
En partíið var fljótt að súrna og þögn slö á 90 þúsund manna Wembley þegar Jón Dagur Þorsteinsson hafði skorað eftir tólf mínútna leik. Skyndilega var andrúmsloftið á þessum magnaða leikvangi eins og á bókasafninu í Gerðubergi.
Maður horfði á leikinn þróast og var í raun aldrei eitthvað hræddur um Englendingar væru að fara að jafna leikinn. Ekki ósvipuð tilfinningunni sem maður fékk í Hreiðrinu í Nice 2016. Áran var einhvern veginn þannig og ég held að leikmenn hafi líka fundið þessa tilfinningu. Meira »

Síðast þegar ég vissi þarftu að vera orðinn fimmtán ára til að fá dómararéttindi. Ég hef séð unga dómara áður (flestir undir fimmtán ára aldri) en þessi var sá lang yngsti sem ég hef séð til þessa. Það er hinsvegar ástæða fyrir því að þú verður að vera orðin/n að minnsta kosti fimmtán ára til að hljóta dómararéttindi, sem mér reyndar finnst persónulega vera allt of ungt. Meira »