Árið er 2025, nánast allir geta verið nettengdir á hverri stundu. Samt sem áður þarf að vera vikulegur fundur hjá aga- og úrskurðarnefnd sem fer yfir fjölda áminninga sem leikmenn eru með í mótum á vegum sambandsins og úrskurða í bann eftir því.
Leikmenn á Íslandi geta fengið sitt fjórða, sjöunda eða tíunda gula spjald á þriðjudagskvöldi og ekki farið í leikbann fyrr en átta dögum seinna. Leikmaður getur spilað á þriðjudagskvöldi, fengið sitt fjórða gula spjald, verið úrskurðaður í bann þriðjudaginn eftir það en samt spilað þá um kvöldið því bannið tekur ekki gildi fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. Mjög sérstakt fyrirkomulag.
Hvers vegna er þetta svona? Af hverju fara leikmenn ekki í bann sjálfkrafa? Ég gef mér það að þjálfarar liðanna eru, allavega flestir, meðvitaðir um hversu mörg spjöld þeirra leikmenn eru komnir með og vita hvort þeir séu einu spjaldi frá banni. Og leikmenn eru yfirleitt líka sjálfir meðvitaðir um hversu mörg spjöld þeir eru með.
Leikmenn á Íslandi geta fengið sitt fjórða, sjöunda eða tíunda gula spjald á þriðjudagskvöldi og ekki farið í leikbann fyrr en átta dögum seinna. Leikmaður getur spilað á þriðjudagskvöldi, fengið sitt fjórða gula spjald, verið úrskurðaður í bann þriðjudaginn eftir það en samt spilað þá um kvöldið því bannið tekur ekki gildi fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. Mjög sérstakt fyrirkomulag.
Hvers vegna er þetta svona? Af hverju fara leikmenn ekki í bann sjálfkrafa? Ég gef mér það að þjálfarar liðanna eru, allavega flestir, meðvitaðir um hversu mörg spjöld þeirra leikmenn eru komnir með og vita hvort þeir séu einu spjaldi frá banni. Og leikmenn eru yfirleitt líka sjálfir meðvitaðir um hversu mörg spjöld þeir eru með.
Af hverju geta leikmenn verið komnir með fimm gul spjöld áður en þeir taka út leikbann fyrir sitt fjórða gula spjald? Það gerðist á dögunum að Guðmundur Baldvin Nökkvason, leikmaður Stjörnunnar, fékk að líta sitt fjórða og svo fimmta gula spjald áður en aganefndin kom saman og úrskurðaði hann í bann. Guðmundur fékk sitt fjórða gula spjald gegn Fram á miðvikudegi, fimmta gula spjald gegn Víkingi á sunnudegi og tók svo út leikbann í gær þegar Stjarnan mætti Vestra, ellefu dögum eftir spjaldið gegn Fram.
Einhverjir gætu séð fegurð í því, að svona sé þetta bara, en ég sé gamaldags hugsunarhátt. Þetta er eitthvað sem getur bara gerst sjálfkrafa, án þess að einhverjir aðilar hittist og fari yfir excel skjal.
Þarf einhver nefnd að hittast vikulega og senda tölvupóst á félög viðkomandi leikmanna? Það hlýtur að vera hægt að gera þetta á skilvirkari hátt.
Ég vona að þessu verði breytt sem fyrst, að leikmenn fari sjálfkrafa í bann þegar þeir fá ákveðinn áminningafjölda.
Athugasemdir