Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   mið 09. apríl 2025 14:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Dómarar og aganefnd, er hægt að fá rökstuðning?
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Sigurðarson fékk beint rautt spjald fyrir brotið á Andra Fannari.
Aron Sigurðarson fékk beint rautt spjald fyrir brotið á Andra Fannari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Arnarsson, fjórði dómari leiksins, var vel staðsettur.
Sveinn Arnarsson, fjórði dómari leiksins, var vel staðsettur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aron Sigurðarson, leikmaður KR, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir að hafa farið utan í Andra Fannar Stefánsson, leikmann KA, þegar boltinn var ekki í leik.

Það var augljóst að Aron fór ekki óvart utan í Andra Fannar en hvers vegna leikirnir í bann eru tveir er alls ekki augljóst, enda sést ekki nákvæmlega hvernig snertingin milli Arons og Andra er á þeirri upptöku sem í boði er af atvikinu.

Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar stendur Aron Sigurðarson - 2 leikir, vegna brottvísunar. Það stendur ekki orð í viðbót og engin rök. Af hverju stendur ekki í úrskurðinum nákvæmlega hvers vegna refsingin er þyngri en venjulega fyrir beint rautt spjald? Af hverju má ekki fylgja þar það sem dómari eða eftirlitsmaður skrifar í skýrsluna eftir leik?

Það væri áhugavert ef dómarar myndu nýta sér vettvang sinn á samfélagsmiðlum, nýja flotta Instagram reikninginn, og útskýra hvers vegna þetta brot verðskuldar meira en einn leik í bann. Að því sögðu þá er það aganefndin sem úrskurðar þyngd bannsins, en væntanlega er mikið horft í skýrsluna þar sem dómarar geta sett inn athugasemdir eftir leikinn.

Nú er gósentíð í körfuboltanum, úrslitakeppnin í gangi. Ef ég leyfi mér að bera saman íþróttirnar þá er mér til efs um hvort þessi hreyfing myndi verðskulda brottvísun úr körfuboltaleik. Mögulega gamla góða ásetningsvillan; tvö vítaskot og boltann aftur.

Að því sögðu þá getur enginn, nema mögulega varamannabekkur KA og mögulega Sveinn Arnarsson varadómari, hafa séð hversu þungt höggið er og hvort að um annað en öxl í bringu sé að ræða.

Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, sá þetta allavega ekki.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner