Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
KDA KDA
 
mið 12.nóv 2014 11:55 Aðsendir pistlar
Bréf frá Svíþjóð - Um Guðjón Þórðar Í áranna rás höfum við Íslendingar alltaf haft sterkar skoðanir á þekktu fólki og þær geta tekið skyndilegum breytingum eins og fjölmörg dæmi eru um. Stór hluti þjóðarinnar dáði t.d. Kristján Jóhannsson allt þar hann gerði mistök í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Nú höfum við annað nýlegt dæmi um þessa tilhneigingu þar sem íslenskur fótboltaþjálfari sem náð hefur betri árangri - bæði hér heima og á Englandi - en flestir aðrir íslenskir þjálfarar, hefur fallið í ónáð. Meira »
mið 12.nóv 2014 10:35 Elvar Geir Magnússon
Stóru strákarnir vilja spila við okkur Eins og margoft hefur verið tuggið ofan í þig þá hefur áhuginn á íslenska landsliðinu aldrei verið meiri. Erlendir fjölmiðlamenn hafa flykkst til Íslands og allir vilja fá töfrasvarið við árangri landsliðs okkar fámennu þjóðar. Meira »
þri 11.nóv 2014 15:00 Jóhann Ólafsson
Fíknin mín Það var fallegt sumarkvöld. Ég lá í sófanum og horfði á HM í fótbolta. “Ætlarðu að horfa á alla leikina?” spurði betri helmingurinn. Mér fannst spurningin fáránleg. “Ætlum við ekki að gera neitt saman?” hélt hún áfram. Ég svaraði að hún gæti auðvitað horft á leikinn með mér. Bætti svo við að það væri stutt síðan við gerðum eitthvað saman. Reyndar mundi ég ekki nákvæmlega hvað það var en það er önnur saga. Meira »
þri 04.nóv 2014 08:00 Heiðar Birnir Torleifsson
Færni ungra knattspyrnumanna Þegar Gerard Houllier var fræðslustjóri franska knattspyrnusambandsins þá lét hann gera rannsókn á því hversu oft staðan 1v1 kæmi fyrir í einum knattspyrnuleik. Niðurstaðan var sú(þá) að það kemur allt að 300 sinnum fyrir staðan 1v1 í knattspyrnuleik. Meira »
fös 24.okt 2014 15:30 Daníel Freyr Jónsson
10 ár liðin síðan pizzunni var kastað Í dag eru 10 ár liðin frá einum frægasta leik sem spilaður hefur verið í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar. Um er að ræða viðureign Manchester United og Arsenal sem fram fór þann 24. október 2004 og allir sem fylgdust með enska boltanum á þeim tíma muna eftir leiknum. Meira »
fös 24.okt 2014 14:00 Atli Jóhannsson
Ósigraðir Íslandsmeistarar og konungar Evrópu Árið 2014 verður lengi í minnum haft í Garðabænum enda ótrúlegur árangur hjá karla og kvennaliði félagsins. Karlaliðið ákvað einfaldlega að tapa ekki leik á tímabilinu í venjulegum leiktíma nema gegn stórliði Internazionale sem segir ýmislegt um styrk og getu liðsins. Með gríðarlegri trú á hverju verkefninu fyrir sig þróuðum við með okkur yfirnáttúrulegan hæfileika sem fólst í því að gefast aldrei upp og margir epískir sigrar réðust á lokamínútunum (Fylkir heima, Fjölnir heima, Fram úti, KR úti, FH úti, Motherwell heima). Sumarið einkenndist þannig af gríðarlegri dramatík og vil ég nota tækifærið og biðja stuðningsmenn Stjörnunnar afsökunar á því að hafa einungis unnið 4 leiki af 15 með meira en einu marki (Siggi dúlla lofar að kaupa 2 hjartastuðtæki á næsta ári). Meira »
fim 23.okt 2014 14:00 Böðvar Böðvarsson
„Þú ert með viðbjóðslega hárgreiðslu fagginn þinn Þegar ég frétti af þeirri ákvörðun að ég ætti að skrifa þennan pistill, færðist yfir mig kvíði og óþægindi. Að hluta til útaf því ég átti eftir að skila úrdrætti úr 250 bls bók sem ég hafði ekki lesið stakt orð í áfanga sem eg er að taka í annað skipti, eða vegna þess að Brynjar Ásgeir Guðmundsson kollegi minn sem átti að hjálpa mér við gerð pistilins sendi mér á facebook að hann væri í Bandaríkjunum hjá foreldrum sínum og væri ekki með tölvu. Flottur strákur hann Brynjar. Meira »
mið 22.okt 2014 14:00 Stefán Logi Magnússon
115 ár just can't get enough Undirbúnings tímabilið var ekkert styttra í ár frekar en áður. Við KR-ingar nýttum okkur þann tíma eftir bestu getu og við náðum að undirbúa okkur vel enda með frábæra umgjörð og fólk sem sér til þess að allt sé í toppmálum hjá okkur. Við fórum til Spánar í æfingaferð á stað sem heitir Campoamor þar sem Kjartan Henry var sjálfskipaður farastjóri enda með svæðið á hreinu en hann leyfði þó Grétari „sjónvarpsstjörnu“ að sjá um leiðsögnina í H&M þar sem hann fór mikinn enda stór fjölskylda sem hann þarf að klæða. Meira »
mán 20.okt 2014 15:00 Halldór Smári Sigurðsson
Lækur gleðitára rennur um Fossvogsdal Seinast þegar ég gerði pistil höfðum við nýlega skítfallið úr efstu deild. Ekki bætti úr skák að fyrir tímabilið hafði minn maður Björn Einarsson, þá formaður knattspyrnudeildar, gefið það út að við yrðum Íslandsmeistarar árið 2014. Við fórum því með skottið á milli lappana niður í 1. deild og kannski var það bara gott á okkur. Það tók okkur tvö tímabil að girða upp um okkur buxurnar. Það gekk ekki nógu vel að hysja þær upp árið 2012 en í september 2013 voru buxurnar komnar á réttan stað, við vorum mættir aftur í deild þeirra bestu og nú átti að ríghalda í buxnastrenginn. Meira »
sun 19.okt 2014 20:30 Þorgrímur Þráinsson
Að láta verkin tala Í ljósi góðs árangurs landsliðsins í knattspyrnu hafa leikmenn verið töluvert í sviðsljósinu, sem eðlilegt er. Fjölmiðlamenn hafa spurt um ástæður þessa góða árangurs og einstaka leikmaður hefur fallið í þann djúpa pytt að kasta rýrð á fyrrum þjálfara liðsins, Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson, meðvitað eða ómeðvitað, líklega til þess að koma einhverjum samanburði á framfæri. Það er eðli fjölmiðils að leita frétta, búa til forvitnilegar fyrirsagnar enda samkeppnin hörð á þessum vettvangi. Og fjölmiðli er nokk sama þótt leikmenn missi eitthvað óheppilegt út úr sér því það getur orðið að krassandi fyrirsögn. Gildir þá einu hvort rætt er við leikmenn á Íslandi eða á erlendum vettvangi, eins og dæmin sanna. Meira »
fös 17.okt 2014 18:00 Magnús Már Einarsson
160 milljónir evra á móti 60 þúsund Það er óhætt að segja að viðureign Barcelona og Eibar í spænsku úrvalsdeildinni á morgun minni á það þegar Davíð og Golíat áttust við. Einungis 30 þúsund manns búa í Eibar og allir íbúar bæjarins myndu ekki einu sinni ná að fylla þriðjung af Nou Camp, heimavelli Barcelona sem tekur tæplega hundrað þúsund manns.

Eibar er lítið félag í Baskalandi en heimavöllur liðsins tekur 5200 áhorfendur. Þrátt fyrir það er ekki alltaf fullt hús. Stuðningsmenn liðsins eru fáir enda bærinn álíka stór og Kópavogur. Í fyrra mættu til að mynda að meðaltali 2901 áhorfendur á heimaleiki Eibar í spænsku B-deildinni.

Eibar kom þá gífurlega á óvart með því að vinna spænsku B-deildina eftir að hafa komist upp úr C-deildinni ári áður. Þrátt fyrir þennan glæsilega árangur voru efasemdir í sumar um að félagið myndi fá þátttökuleyfi í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Meira »
fös 17.okt 2014 14:00 Gunnar Gunnarsson
Evrópski Draumurinn Þegar ég var beðinn um að skrifa þennan pistil blasti strax við mér eitt vandamál. Eftir að hafa valið á milli Swahili, sænsku, dönsku, íslensku og ensku komst ég loks að þeirri niðurstöðu að þessi pistill yrði skrifaður á íslensku, en það er bara eitthvað sem helmingur Valsliðsins verður að fyrirgefa mér. Gríðarlegar róteringar í leikmannamálum settu mikinn svip á tímabil liðsins en samkvæmt mínum útreikningum yfirgáfu 8 leikmenn, sem byrjuðu tímabilið, liðið í sumar. Þetta var þó ekki alslæmt þar sem 5 aðrir fagmenn voru fengnir til þess að fylla skarð þeirra sem fóru. Meira »
fim 16.okt 2014 18:45 Elvar Geir Magnússon
Húliganakóngurinn Ivan Bogdanov Óeirðarmaðurinn Ivan Bogdanov hefur oft verið notaður sem andlit ofbeldisfullra boltabullna og húliganisma. Hann varð heimsfrægur þegar allt fór í háaloft í leik Ítalíu og Serbíu í undankeppni EM árið 2010 og sat inni í kjölfarið. Meira »
fim 16.okt 2014 17:10 Sema Erla
Þegar íþróttir breytast í hápólitískar deilur Eins og þúsundir Íslendinga var ég stödd á Laugardalsvellinum á mánudaginn og varð vitni að því þegar Íslendingar sigruðu Hollendinga í undankeppni EM 2016, en nokkrum mánuðum áður komust Hollendingar ansi nálægt því að sigra Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Tilfinningin var ólýsanleg. Gleðin, stoltið og sigurvíman réð ríkjum á Laugardalsvellinum, rétt eins og hjá öllum þeim sem á leikinn horfðu og hafa áhuga á knattspyrnu. Það er á tímapunktum eins og þessum sem þjóðernissinninn í manni vaknar af værum blundi og tekur stjórnina. Ísland, Ísland, Ísland, ómaði um borgina. Meira »
fim 16.okt 2014 14:00 Tómas Joð Þorsteinsson
Heilsteypti Árbærinn Þegar sögubækurnar verða opnaðar eftir nokkra áratugi verður tímabilið hjá Fylki árið 2014 helst minnistætt fyrir gríðarlegu bætinguna sem varð á aðstöðu félagsins með tilkomu nýju stúkunnar. Árbæingar höfðu beðið eftir þessari stúku í rúmlega áratug og voru orðnir það óþreyjufullir að fólkið í hverfinu safnaði sjálft níu milljón krónur svo stúkan gæti klárast sómasamlega. Í rauninni er þessi söfnun Árbæinga dæmi um viðhorfið sem fólkið í kringum Fylki hefur, þrautseigjan og eljan til að klára hlutina almennilega. Þeir sjálfboðaliðar og velunnarar félagsins sem komu að byggingu stúkunnar eiga eins stórt hrós skilið og mögulegt er að úthluta með orðum einum. Meira »
mið 15.okt 2014 14:00 Elfar Freyr Helgason
Jafnteflasumarið Sú ákvörðun var tekin síðla árs 2013 að við Blikar skildum fara í flottustu æfingaferð sem nokkurt íslenskt lið hafði farið í fyrr og síðar með tilheyrandi kostnaði fyrir leikmenn liðsins, þetta varð til þess að í hönd fóru frumlegustu fjáraflanir sem að undirritaður hefur orðið vitni að. Meira »
þri 14.okt 2014 14:00 Einar Orri Einarsson
Ísöld Var afskaplega lítið búnað hugsa um nýafstaðið tímabil þegar Maggi.net bað mig um að skrifa léttan pistil. Alla helgina var ég að tyggja á tímabilnu, kosti þess og galla og komst ég fljótlega að því að nóg var af hvoru. Meira »
þri 14.okt 2014 12:20 Elvar Geir Magnússon
Landsleikjahlé ekki lengur neikvætt orð Það er ekki langt síðan íslenskir fótboltafíklar hreinlega kviðu fyrir landsleikjahléum því þá voru þeirra lið í enska boltanum ekki í eldlínunni. Í versta falli voru þeirra uppáhalds stjörnur að meiðast í landsleikjum og gátu ekki spilað með Liverpool eða Manchester United helgina eftir. Meira »
mán 13.okt 2014 09:30 Alexander Freyr Tamimi
Við getum alveg unnið þessa Hollendinga Leið Íslands í átt að EM 2016 í Frakklandi heldur áfram í kvöld þegar strákarnir okkar fá bronslið Hollands frá HM 2014 í heimsókn á Laugardalsvöll. Meira »
fös 10.okt 2014 13:00 Haukur Lárusson
Brekkan Þegar litið er til baka yfir nýafstaðið tímabil er eitt orð sem kemur upp í hugann, brekka. Okkur var spáð neðsta sæti af öllum sérfræðingum landsins en við hjá Fjölni vissum vel að við værum betra lið en það. Ef ég vitna í orð Bergsveins Ólafssonar, fyrirliða og lífskúnstners, þegar hann var eitt sinn úti að labba með köttinn sinn Mola og var hugsað til brekkunnar sem koma skildi þetta sumarið mælti hann, „Fögur er brekkan svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, grænir vellir en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og troða þessari spá þar sem sólin sést sjaldan.“ Meira »