Stefán Gunnlaugsson skrifar:
Í áranna rás höfum við Íslendingar alltaf haft sterkar skoðanir á þekktu fólki og þær geta tekið skyndilegum breytingum eins og fjölmörg dæmi eru um. Stór hluti þjóðarinnar dáði t.d. Kristján Jóhannsson allt þar hann gerði mistök í beinni útsendingu í sjónvarpi.
Nú höfum við annað nýlegt dæmi um þessa tilhneigingu þar sem íslenskur fótboltaþjálfari sem náð hefur betri árangri - bæði hér heima og á Englandi - en flestir aðrir íslenskir þjálfarar, hefur fallið í ónáð.
Nú höfum við annað nýlegt dæmi um þessa tilhneigingu þar sem íslenskur fótboltaþjálfari sem náð hefur betri árangri - bæði hér heima og á Englandi - en flestir aðrir íslenskir þjálfarar, hefur fallið í ónáð.
Hann gerði KA að Íslandsmeisturum, hann vann ófáa titla með ÍA og undir hans stjórn fór KR loksins að vinna titla aftur eftir áratuga hlé svo eitthvað sé nefnt. Hann var einnig eftirsóttur fyrirlesari hjá fyrirtækjum og félagasamtökum þar sem hann miðlaði af reynslu sinni sem liðsstjóri.
Eins og flestir hafa væntanlega áttað sig á er ég að tala um vin minn, Guðjón Þórðarson, sem er einn af 18 meistaraflokksþjálfurum sem ég hef starfað með.
Við unnum saman í þrjú ár og bar aldrei skugga á það samstarf. Nú mun einhver segja að Stebbi Gull sé orðinn það kalkaður að hann muni ekki að Guðjón hefur þótt erfiður í samstarfi undanfarin ár. Ég geri mér fulla grein fyrir því. En samt sem áður trúi ég ekki að maður sem hefur alla þessa reynslu og hæfileika fái hvergi vinnu, hvorki sem þjálfari né á hinum almenna vinnumarkaði.
Að endingu vil ég óska Geir Þorsteinssyni og allri knattspyrnuforystunni til hamingju með
glæsilegan árangur undanfarið sem ekki á sér hliðstæðu.
Vonandi verður haldið áfram á þessari braut.
Stebbi Gull.
Viðbót ritstjórnar: Stefán Gunnlaugsson var formaður knattspyrnudeildar KA þegar Guðjón Þórðarson var ráðinn þjálfari liðsins 1987.
Athugasemdir