Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 05. apríl 2015 15:00
Andri Júlíusson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Norska deildin byrjar á morgun - Færri íslensk mörk
Andri Júlíusson
Andri Júlíusson
Molde vann deildina í fyrra.
Molde vann deildina í fyrra.
Mynd: Getty Images
Viðar Örn er farinn úr norsku deildinni.
Viðar Örn er farinn úr norsku deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Daníel Leó í Noregi?
Hvað gerir Daníel Leó í Noregi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun hefst keppni í efstu deild Noregs eða Tippeligunni eins og hún heitir og spennan er mikil fyrir komandi tímabili þar sem flestir ef ekki allir nema kannski stuðningsmenn Rosenborg spá meisturunum í Molde sigri.

Molde urðu semsagt meistarar í fyrra og það nokkuð sannfærandi og tóku þeir bikarinn líka og allir búast við þvi að þeir taki titilinn líka í ár en undanfarnar vikur hefur komið babb í bátinn því ekki aðeins misstu þeir Björn Bergmann heldur hafa tveir af framherjum liðsins meiðst ílla, annar sleit krossbönd og hinn sleit hásin í síðasta æfingarleik fyrir mót.

Fyrir mér verður deildin bæði tómleg og spennandi því margir skemmtilegir leikmenn eru farnir og aðrir spennandi komnir. Frá í fyrra hefur deildin misst stærstu stjörnu Evrópu en eins og allir vita gekk Martin Ødegaard til liðs við Evrópumeistarana í Real Madrid og verður langt þangað til önnur eins stjarna fæðist í norsku deildinni.

Einnig hafa horfið á brott leikmenn eins og Sverrir Ingi, Gummi Þórarins, Pálmi Rafn, Hannes Sig, Björn Bergmann og sá sem öll augu beindust að Viðar Örn Kjartansson en sú sala og sú frammistaða bjargaði öllu peningaveseni frá Valerenga.

Þá féll Hannes Þór niður í deild fyrir meðan og allt lítur út fyrir að hann spili þar allavega fram á sumar og Birkir Már féll einnig með Brann. Það sem er spennandi við komandi tímabil er hvernig ungu Íslendingarnir standa sig, það verður gaman að sjá hvernig Daníel Leó Grétarsson gengur en hann virðist vera búin að tryggja sér vinstri bakvörðum hjá sterku liði Álasunds.

Aron Þrándar verður lika gaman að fylgjast með sem og Elíasi Má Ómarssyni. Matthías Vilhjálms er nánast eins og nýr frá í fyrra enda mikið meiddur á síðasta tímabili og verður hann í stóru hlutverki hjá Start ásamt fyrirliðanum Gumma Kristjáns.

Þar sem ég bý nálægt Stavanger fylgist ég mest með Víkingum og okkar mönnum þar. Fyrirliðinn Indriði hefur ekki yngst en verður klárlega leiðtogi sem dregur sína menn áfram, Jón Daði verður að færa landsliðsspilamennsku sína yfir til að festa sig í sessi og þeir Björn Daníel og Steinþór Freyr gætu átt erfitt uppdráttar með byrjunarliðssæti allavega miðað við æfingarleiki en vonandi sýna þeir sínar bestu hliðar og þá verða þeir lykilmenn.

Hólmar Örn kom frábærlega inn í lið Rosenborg í fyrra og verður án efa í titilbaráttunni í ár. Rúnar og lið hans Lilleström byrjar á botni deildarinnar með -1 stig vegna fjárhagsvandræða en það stig gæti orðið mikilvægt þegar talið er úr pottinum í lok leiktíðar og brotthvarf Pálma til KR verður erfitt að uppfylla en hugsanlega að Finnur Orri stoppi í einhver göt og svo annaðhvort setur Árni Vilhjálmssom yfir 10 mörk eða týnist í þessari deild en ég hef trú á þeim félögum Rúnari og Sigga Ragga.

Í fyrra spáði ég 55 íslenskum mörkum en Viðar Örn skaut mér ref fyrir rass og fóru okkar menn vel yfir það en í ár verða mörkin ekki svo mörg en vonandi sjá menn eins og Matti, Jón Daði og Aron Þrándar fyrir því að Íslensku mörkin verði þó nokkur.

Molde verður meistari

Andri Júl
Athugasemdir
banner
banner