Eins og margir knattspyrnuaðdáendur hafa tekið eftir er allt að verða vitlaust í sambandi við frétt sem birtist á frönsku íþróttasíðunni Mediapart sem birtist undir lok aprílmánaðar. Frétt þessi greindi frá því að franska knattspyrnusambandið hafi í laumi ákveðið að setja ákveðinn kvóta á svarta og norður-afríska leikmenn í franska landsliðinu. Laurent Blanc landsliðsþjálfari er sagður hafa verið með í þessum áformum sem tókst að skekja knattspyrnuheiminn í heild sinni.
Meira »
Á hverju ári koma fram nýjar stjörnur í hverri deild og er sú ítalska engin undantekning þar á. Bæði taka áður óþekktir leikmenn stórt stökk í getu en einnig kemur það fyrir að óþekktir leikmenn eru keyptir úr lakari liðum sem reynast vera faldir gullmolar.
Meira »
Í dag birtist skemmtilegur pistill um Osama bin Laden og tengsl hans við knattspyrnuna á vefsíðu Mirror Football og hef ég ákveðið að þýða hann ykkur lesendum til yndisauka.
Meira »
Fyrir mér er fyrsti sumardagur á sunnudaginn. Sumarið byrjar alltaf þegar Íslandsmótið í fótbolta fer af stað. Sumarið í ár byrjar því fyrr sama hvað menn tauta og raula og er lengra en venjulega. Jákvætt.
Meira »
Þeir sem hafa gaman af fótbolta hoppuðu hæð sína af gleði þegar ljóst var að spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona myndu kljást hvorki meira né minna en fjórum sinnum á tæpum þremur vikum. El Clasico varð að Los Clasicos og þegar þessi grein er skrifuð er þremur af þessum fjórum leikjum lokið. Leik liðanna í deildinni lauk með 1-1 jafntefli, Madrídingar unnu spænska konungsbikarinn 1-0 og síðan unnu Börsungar 2-0 sigur í gærkvöldi í Meistaradeildinni.
Meira »
Bagg eða munntóbak er í dag orðið eitt helsta tískutákn í íþróttum í dag en rannsóknir sýna að 29% leikmanna PEPSÍ-deildar karla í knattspyrnu nota bagg að staðaldri.
Meira »
Loksins, loksins er deildin að byrja. Langur vetur er að baki, komnir sigurvegarar í allar pínulitlu smábarnakeppnirnar og árstíðarbundin spennan farinn að grípa um sig. Skríbentar hverskonar eru farnir að gera sig breiða, mæra Séra Jón og hlæja að kallgreyinu honum Jóni, sem úti í horni æfir sig þó fyrir sumarið þrátt fyrir að vera aðhlátursefni í samanburði við Sérann.
Meira »
Nú fer heldur betur að styttast í hið stórskemmtilega íslenska fótboltasumar og vafalaust eru margir landsmenn orðnir spenntir að sjá hvernig sínu liði mun vegna. Á kaffistofum landsins eru þegar hafnar miklar pælingar um það hverjum mun vegna vel og hverjum illa og virðast allir hafa myndað sér einhvers konar skoðun hvað varðar komandi sumar, þó þær skoðanir séu vissulega ekki allar hlutlausar. Enda mega menn alveg halda því fram að þeirra lið sé betra í ár en fyrra, eða að þetta sé árið þar sem hlutirnir muni gerast! (Innsk: Ég er Liverpool maður og ætti að þekkja þessa tilfinningu.)
Meira »
Þá er vika í upphaf fótboltans á Íslandi, efsta deildin og bikarkeppnin að byrja eftir viku og þá hefst fjörið.
Meira »
Markmenn eru alltaf vinsælt umræðuefni. Pistlahöfundur tók stig til og setti saman á blað skoðanir sínar á öllum markmönnum sem flokkast sem aðalmarkverðir hjá sínum félagsliðum í ensku úrvalsdeildinni.
Meira »
Er enska deildin veikari en áður? Miðað við sumar umræður í vetur mætti halda að hún væri með holdsveiki á lokastigi! En er deildin í raun eitthvað lakari en hún hefur verið?
Meira »
Það eru ekki nægilega margir Íslendingar sem fylgjast með þýska boltanum. Það þarf auðvitað að laga það með því að negla honum á dagskrá hjá RÚV og fá Lárus Guðmundsson og Guðmund Hreiðarsson með þýsku derhúfuna sína til að lýsa leikjum um helgar.
Meira »
Það var ljóst í kvöld hvaða fjögur lið eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og hvaða lið mætast - Real Madrid - Barcelona (27. apríl/3. maí) og Schalke - Manchester United (26. apríl/4. maí). Mér segir svo hugur að nýtt nafn verður skráð á Evrópubikarinn eftirsótta á Wembley laugardaginn 28. maí - nafn þýska liðsins Schalke 04 frá Gelsenkirchen í Ruhr-héraðinu.
Meira »
ÞAÐ hefur alltaf verið svo að knattspyrnumenn frá Spáni eiga erfitt með að aðlaga sig aðstæðum í öðrum löndum - þeir fá fljótlega heimþrá og vilja komst heim, þar sem gott er að vera á hótel mömmu og snæða heimatilbúna pælu. Þetta hefur alltaf verið vitað og þess vegna hafa Spánverjar aldrei náð að sýna stöðugleika og glæsilega framgöngu með liðum fyrir utan Spán.
Meira »
Ég á afmæli í dag. Þrítugur, takk fyrir. Ég er ekkert hræddur við aldurinn. Finnst bara fínt að vera orðinn svona gamall. Maður er jú reyndari og gáfaðri en maður var þegar maður var yngri.
Meira »
Patrice Evra braut augljóslega á Ramires fyrir tæpri viku síðan umkringdur af dómurum í gríðarlega mikilvægum fótboltaleik. Þrátt fyrir auglýsingaherferð þar sem áhorfendum er tilkynnt af Pierluigi Collina að nú sjái dómararnir meira var ekkert dæmt.
Meira »
Það eru tuttugu dagar í að Pepsi deild karla fari af stað og er undirritaður orðinn afar spenntur fyrir komandi sumri.
Deildin hefur orðið skemmtilegri fyrir stuðningsmenn liðanna eftir að kreppan skall á því fleiri uppaldir leikmenn hafa fengið tækifærið til að sanna sig og eins og sást með Breiðablik síðasta sumar er það oft besta uppskriftin.
En hvaða leikmenn geta slegið í gegn í sumar? Hér að neðan má sjá nokkra unga leikmenn sem ég tel að gætu slegið í gegn í sumar. Meira »
Deildin hefur orðið skemmtilegri fyrir stuðningsmenn liðanna eftir að kreppan skall á því fleiri uppaldir leikmenn hafa fengið tækifærið til að sanna sig og eins og sást með Breiðablik síðasta sumar er það oft besta uppskriftin.
En hvaða leikmenn geta slegið í gegn í sumar? Hér að neðan má sjá nokkra unga leikmenn sem ég tel að gætu slegið í gegn í sumar. Meira »
Það kannast kannski ekki allir við liðið BFC Dynamo Berlín. Liðið státar þó af tíu meistaratitlum, og það sem meira er þeir unnust allir á tíu ára tímabili. Reyndar var það í gömlu austur-þýsku deildinni.
Meira »
Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21-landsliðsins þarf að glíma við jákvæðan hausverk fram að fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Danmörku í sumar. Þessi vonarkynslóð íslenska fótboltans inniheldur ótrúlega mikið magn af flottum fótboltamönnum og ekkert grín að velja á milli manna.
Meira »
Vinsælasta landslið Íslands í dag er U21 árs landsliðið sem vann sér þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku næsta sumar. Þegar liðið er í umræðunni hef ég oft rifjað upp undarlega uppákomu í byrjun undankeppninnar þar sem Fótbolti.net valdi Gylfa Þór Sigurðsson í liðið.
Meira »