Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
KDA KDA
 
fim 19.maí 2011 08:00 Sammarinn.com
Umbylting Milan undir stjórn Allegri Eftir brotthvarf Ancelotti til Chelsea ákváðu Milan-menn að gera fyrrum þjálfara yngriflokka liðsins, hinn unga Leonardo, að aðalþjálfara. Leonardo fékk þar gríðarstórt tækifæri en árangurinn var ekkert sérstakur. Leikskipulag hans gekk út á að spila með fjóra varnarmenn, tvo djúpa miðjumenn, Pirlo og Gattuso og sóknarleikurinn átti að sjá um sig sjálfur enda með á ferðinni mjög leiknir leikmenn eins og Pato, Ronaldinho og Seedorf. Meira »
þri 17.maí 2011 13:46 Ingibjörg Hinriksdóttir
Er Hóllinn besti staðurinn? Það væri lítið gaman að Íslandsmótinu í knattspyrnu ef engir væru áhorfendurnir. Á síðustu árum hafa kröfur UEFA og KSÍ um vallaraðstæður og áhorfendaaðstöðu aukist til mikilla muna frá því sem áður var og ekki er laust við að sumir fulltrúar sveitarfélaga (sem yfirleitt fjármagna framkvæmdir) kvarti sáran undan þeim kröfum sem gerðar eru. Meira »
þri 10.maí 2011 14:13 Ingibjörg Hinriksdóttir
Vallarþulir eða bullarar Það er sérstök upplifun að mæta á völlinn. Mörgum finnst þetta vera ein besta skemmtun sem þeir geta hugsað sér á meðan aðrir vilja sitja heima í sófa og horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Svo er víst líka til fólk sem ekki horfir á fótbolta, en það les heldur ekki þessa síðu þannig að við látum eins og það sé ekki til. Meira »
fös 06.maí 2011 14:00 Sam Tillen
Viðburðarík byrjun eftir langa bið Jæja, tímabilið er byrjað. Þetta hefur verið löng bið síðan í september á síðasta ári. Því miður náðum við ekki þeirri byrjun sem við vildum. Mér fannst við verðskulda jafntefli gegn ÍBV í leik sem var spilaður í mjög erfiðum aðstæðum. Vindurinn var mikill og völllurinn var slakur en við virtumst vera að ná í mjög gott stig þar til Tryggvi Guðmundsson tók það af okkur. Markið hans sýndi af hverju hann hefur verið svona öflugur markaskorari allan sinn feril. Við unnum ÍBV á fyrsta degi mótsins í fyrra og þeir unnu næstum deildina svo auðvitað er þetta alls ekki búið og við horfum á næsta leik gegn Þór. Meira »
fös 06.maí 2011 08:30 Alexander Freyr Tamimi
Aftur gera Frakkarnir upp á bak Eins og margir knattspyrnuaðdáendur hafa tekið eftir er allt að verða vitlaust í sambandi við frétt sem birtist á frönsku íþróttasíðunni Mediapart sem birtist undir lok aprílmánaðar. Frétt þessi greindi frá því að franska knattspyrnusambandið hafi í laumi ákveðið að setja ákveðinn kvóta á svarta og norður-afríska leikmenn í franska landsliðinu. Laurent Blanc landsliðsþjálfari er sagður hafa verið með í þessum áformum sem tókst að skekja knattspyrnuheiminn í heild sinni. Meira »
mið 04.maí 2011 08:30 Sammarinn.com
Þeir bestu á Ítalíu í vetur Á hverju ári koma fram nýjar stjörnur í hverri deild og er sú ítalska engin undantekning þar á. Bæði taka áður óþekktir leikmenn stórt stökk í getu en einnig kemur það fyrir að óþekktir leikmenn eru keyptir úr lakari liðum sem reynast vera faldir gullmolar. Meira »
mán 02.maí 2011 17:30 Alexander Freyr Tamimi
Tengsl Osama Bin Laden við fótboltann Í dag birtist skemmtilegur pistill um Osama bin Laden og tengsl hans við knattspyrnuna á vefsíðu Mirror Football og hef ég ákveðið að þýða hann ykkur lesendum til yndisauka. Meira »
fös 29.apr 2011 08:30 Elvar Geir Magnússon
Hallarþörf höfuðborgar Fyrir mér er fyrsti sumardagur á sunnudaginn. Sumarið byrjar alltaf þegar Íslandsmótið í fótbolta fer af stað. Sumarið í ár byrjar því fyrr sama hvað menn tauta og raula og er lengra en venjulega. Jákvætt. Meira »
fim 28.apr 2011 14:30 Alexander Freyr Tamimi
„Sérstök Þeir sem hafa gaman af fótbolta hoppuðu hæð sína af gleði þegar ljóst var að spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona myndu kljást hvorki meira né minna en fjórum sinnum á tæpum þremur vikum. El Clasico varð að Los Clasicos og þegar þessi grein er skrifuð er þremur af þessum fjórum leikjum lokið. Leik liðanna í deildinni lauk með 1-1 jafntefli, Madrídingar unnu spænska konungsbikarinn 1-0 og síðan unnu Börsungar 2-0 sigur í gærkvöldi í Meistaradeildinni. Meira »
mið 27.apr 2011 08:30 Eva Björk Ægisdóttir
Bagg er bögg! Bagg eða munntóbak er í dag orðið eitt helsta tískutákn í íþróttum í dag en rannsóknir sýna að 29% leikmanna PEPSÍ-deildar karla í knattspyrnu nota bagg að staðaldri. Meira »
þri 26.apr 2011 19:00 Aðsendir pistlar
Jón og Séra Jón í Pepsídeildinni Loksins, loksins er deildin að byrja. Langur vetur er að baki, komnir sigurvegarar í allar pínulitlu smábarnakeppnirnar og árstíðarbundin spennan farinn að grípa um sig. Skríbentar hverskonar eru farnir að gera sig breiða, mæra Séra Jón og hlæja að kallgreyinu honum Jóni, sem úti í horni æfir sig þó fyrir sumarið þrátt fyrir að vera aðhlátursefni í samanburði við Sérann. Meira »
mán 25.apr 2011 13:30 Alexander Freyr Tamimi
Tími fyrir alvöru stuðning Nú fer heldur betur að styttast í hið stórskemmtilega íslenska fótboltasumar og vafalaust eru margir landsmenn orðnir spenntir að sjá hvernig sínu liði mun vegna. Á kaffistofum landsins eru þegar hafnar miklar pælingar um það hverjum mun vegna vel og hverjum illa og virðast allir hafa myndað sér einhvers konar skoðun hvað varðar komandi sumar, þó þær skoðanir séu vissulega ekki allar hlutlausar. Enda mega menn alveg halda því fram að þeirra lið sé betra í ár en fyrra, eða að þetta sé árið þar sem hlutirnir muni gerast! (Innsk: Ég er Liverpool maður og ætti að þekkja þessa tilfinningu.) Meira »
sun 24.apr 2011 13:52 Magnús Þór Jónsson
Vika í mót Þá er vika í upphaf fótboltans á Íslandi, efsta deildin og bikarkeppnin að byrja eftir viku og þá hefst fjörið. Meira »
fös 22.apr 2011 15:00 Aðsendir pistlar
Markmenn ensku úrvalsdeildarinnar Markmenn eru alltaf vinsælt umræðuefni. Pistlahöfundur tók stig til og setti saman á blað skoðanir sínar á öllum markmönnum sem flokkast sem aðalmarkverðir hjá sínum félagsliðum í ensku úrvalsdeildinni. Meira »
fös 22.apr 2011 11:30 Sammarinn.com
Slakur, slakari, enskur? Er enska deildin veikari en áður? Miðað við sumar umræður í vetur mætti halda að hún væri með holdsveiki á lokastigi! En er deildin í raun eitthvað lakari en hún hefur verið? Meira »
lau 16.apr 2011 11:30 Aðsendir pistlar
Bitarnir í Bundesligunni Það eru ekki nægilega margir Íslendingar sem fylgjast með þýska boltanum. Það þarf auðvitað að laga það með því að negla honum á dagskrá hjá RÚV og fá Lárus Guðmundsson og Guðmund Hreiðarsson með þýsku derhúfuna sína til að lýsa leikjum um helgar. Meira »
mið 13.apr 2011 22:10 Sigmundur Ó. Steinarsson
Nýtt nafn á bikarinn Það var ljóst í kvöld hvaða fjögur lið eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og hvaða lið mætast - Real Madrid - Barcelona (27. apríl/3. maí) og Schalke - Manchester United (26. apríl/4. maí). Mér segir svo hugur að nýtt nafn verður skráð á Evrópubikarinn eftirsótta á Wembley laugardaginn 28. maí - nafn þýska liðsins Schalke 04 frá Gelsenkirchen í Ruhr-héraðinu. Meira »
þri 12.apr 2011 22:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
Spánverjar ná ekki fótfestu á Englandi ÞAÐ hefur alltaf verið svo að knattspyrnumenn frá Spáni eiga erfitt með að aðlaga sig aðstæðum í öðrum löndum - þeir fá fljótlega heimþrá og vilja komst heim, þar sem gott er að vera á hótel mömmu og snæða heimatilbúna pælu. Þetta hefur alltaf verið vitað og þess vegna hafa Spánverjar aldrei náð að sýna stöðugleika og glæsilega framgöngu með liðum fyrir utan Spán. Meira »
þri 12.apr 2011 10:00 Benedikt Bóas Hinriksson
Gömlu brýnin sem verða flott í sumar Ég á afmæli í dag. Þrítugur, takk fyrir. Ég er ekkert hræddur við aldurinn. Finnst bara fínt að vera orðinn svona gamall. Maður er jú reyndari og gáfaðri en maður var þegar maður var yngri. Meira »
þri 12.apr 2011 08:00 Elvar Geir Magnússon
Sprotadómararnir kjánalegu Patrice Evra braut augljóslega á Ramires fyrir tæpri viku síðan umkringdur af dómurum í gríðarlega mikilvægum fótboltaleik. Þrátt fyrir auglýsingaherferð þar sem áhorfendum er tilkynnt af Pierluigi Collina að nú sjái dómararnir meira var ekkert dæmt. Meira »