Mikill áhugi á Kelleher - Chelsea vill fá Semenyo
KDA KDA
 
mán 11.apr 2011 09:00 Hörður Snævar Jónsson
Hverjir munu slá í gegn í sumar? Það eru tuttugu dagar í að Pepsi deild karla fari af stað og er undirritaður orðinn afar spenntur fyrir komandi sumri.

Deildin hefur orðið skemmtilegri fyrir stuðningsmenn liðanna eftir að kreppan skall á því fleiri uppaldir leikmenn hafa fengið tækifærið til að sanna sig og eins og sást með Breiðablik síðasta sumar er það oft besta uppskriftin.

En hvaða leikmenn geta slegið í gegn í sumar? Hér að neðan má sjá nokkra unga leikmenn sem ég tel að gætu slegið í gegn í sumar. Meira »
mið 06.apr 2011 08:00 Sammarinn.com
Stjörnufall í þýsku knattspyrnunni Það kannast kannski ekki allir við liðið BFC Dynamo Berlín. Liðið státar þó af tíu meistaratitlum, og það sem meira er þeir unnust allir á tíu ára tímabili. Reyndar var það í gömlu austur-þýsku deildinni. Meira »
fös 01.apr 2011 11:00 Elvar Geir Magnússon
Jákvæður hausverkur þjálfarans Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21-landsliðsins þarf að glíma við jákvæðan hausverk fram að fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Danmörku í sumar. Þessi vonarkynslóð íslenska fótboltans inniheldur ótrúlega mikið magn af flottum fótboltamönnum og ekkert grín að velja á milli manna. Meira »
fös 01.apr 2011 09:00 Hafliði Breiðfjörð
Þegar Fótbolti.net valdi Gylfa Þór í U21 árs landsliðið Vinsælasta landslið Íslands í dag er U21 árs landsliðið sem vann sér þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku næsta sumar. Þegar liðið er í umræðunni hef ég oft rifjað upp undarlega uppákomu í byrjun undankeppninnar þar sem Fótbolti.net valdi Gylfa Þór Sigurðsson í liðið. Meira »
fim 31.mar 2011 14:22 Magnús Þór Jónsson
Kominn tími á þjálfarastressið? Mánaðarmótin mars-apríl. Þetta árið verður það helsta að frétta hjá mér að ég fer að dæma leik um helgina, en svoleiðis var það nú ekki í langan tíma. Meira »
mið 30.mar 2011 07:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
„Drengirnir okkar“ færa okkur sumarauka!        LEIKMENN íslenska ungmennalandsliðsins, skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, glöddu hjarta Íslendinga með stórgóðum sigri á Englendingum í vináttuleik í Preston, 2:1. Íslendingar bíða nú spenntir eftir „sumaraukanum“ - að fylgjast með drengjunum í úrslitakeppni Evrópukeppni ungmennalandsliða, sem fer fram í Danmörku í júní. Meira »
sun 27.mar 2011 10:00 Aðsendir pistlar
Berjast Ísland berjast! Hvað kennum við leikmönnunum okkar og hvenær kennum við þeim það?

Orðin hér að ofan eru það síðasta sem hljómar í búningsklefa A-landsliðs kvenna áður en leikmenn liðsins halda út á völl að spila landsleik fyrir Íslands hönd. Leikmennirnir koma saman í hring, þjálfarinn segir nokkur vel valin orð og svo er þetta heróp öskrað af lífs og sálar kröftum. Mig minnir að leikmenn hafi valið þetta heróp sjálfar þegar ég tók við kvennalandsliðinu en þó er ég ekki viss. Ég gæti átt sökina á því sjálfur. Meira »
fim 24.mar 2011 10:00 Mist Rúnarsdóttir
Með fimm kíló af tómötum og vaselín á geirvörtunum Mér hefur alltaf fundist gaman að ferðast og það er engin undantekning á því þegar ég hef farið í ferðir á vegum Fótbolta.net og fylgst með landsliðunum okkar. Vissulega er mestum tíma þá eytt í kringum íslenska liðið og svo fyrir framan tölvuskjá en það breytir því ekki að ævintýrin eru aldrei langt undan. Ég var því mjög spennt þegar meistari Hafliði, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, bar það undir mig að taka mér „frí" frá ferðalagi mínu í Tyrklandi og skella mér til Kýpur til að fylgjast með strákunum okkar. Meira »
fim 24.mar 2011 09:00 Bjarni Þór Viðarsson
Styttist í stórmót Menn voru afar smeykir þegar flugvallarrútan renndi upp að úkraínsku rellunni, sem flutti okkur yfir til Kiev. Tuttugu sæta vél, tvítugir flugmenn og sögur af rússnesku vélunum fylltu menn af efasemdum. Meira »
fim 24.mar 2011 08:30 Hafliði Breiðfjörð
Minning Ég ætla að misnota aðstöðu mína aðeins og minnast hér bróður míns, Magnúsar Guðmundssonar sem lést alltof snemma, aðeins 33 ára gamall 15. mars síðastliðinn eftir erfið veikindi. Maggi var ekki bara bróðir minn, hann var líka minn besti vinur, og við mjög nánir enda innan við ár á milli okkar í aldri. Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju klukkan 15:00 í dag. Meira »
mið 23.mar 2011 14:05 Aðsendir pistlar
Eru leikmenn stikkfrí? Hefði verið hægt að koma í veg fyrir rauðu spjöldin sjö sem fóru á loft í leik Vals og Fram á föstudagskvöldið?. Já, auðveldlega. Ef leikmenn hefðu haft stjórn og sér og forráðamenn þeirra á leikmönnunum. Einhverra hluta vegna hefur þessi augljósi sannleikur ekki farið sérlega hátt í umfjöllun um leikinn. Athyglin hefur, eins og stundum áður, fyrst og fremst beinst að dómaranum. Er það virkilega það eina sem við ættum að vera að ræða í kjölfarið á þessum atburðum? Meira »
mið 23.mar 2011 08:00 Magnús Már Einarsson
Sá besti spilar ekki vörn Heiðar Helguson og félagar í QPR eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Sá leikmaður sem hefur dregið vagninn fyrir QPR á þessu tímabili er Adel Taarabt sem var um helgina útnefndur leikmaður tímabilsins í Championship deildinni. Meira »
þri 22.mar 2011 07:30 Sammarinn.com
Er 3-5-2 málið? Leikkerfi í fótbolta breytast líkt og tíska. Í gamla daga voru kerfin einfaldari og klunnalegri en í dag eru þau orðin flókin og vönduð. Inn á milli koma fram nýjungar eins og t.d. svæðisvörnin á 9. áratugnum sem leiddi til mikilla áherslubreytinga hjá liðum í Evrópu. Meira »
mán 21.mar 2011 09:00 Hafliði Breiðfjörð
Hefði mátt koma í veg fyrir lætin í Fram - Valur? Hvernig gat það gerst að leikur Fram og Vals í Lengjubikarnum leystist upp í svo mikla vitleysu að sjö menn fengu brottvísun, og hefði ekki verið hægt að komast hjá því með smá rökhugsun? Meira »
fös 18.mar 2011 08:30 Elvar Geir Magnússon
Fabinho hinn fjölhæfi „hello good afternoon mr magnusson“

Á þennan eða svipaðan hátt byrja fjölmargir póstar sem má finna í tölvupósthólfi mínu. Allir þessir póstar eru frá brasilíska leikmanninum Fabinho Atleta De Cristo. Ég gat ekki annað en hugsað til vinar míns Fabinho þegar ég las þennan góða pistil frá Magga sem birtist hér á síðunni á miðvikudag. Meira »
mið 16.mar 2011 11:00 Sammarinn.com
Deilur dómara Upp er komið fáránlegt mál í íslenska boltanum. Einn af reyndustu dómurum landsins segist ekki hafa sagt starfi sínu lausu ólíkt því sem formaður dómaranefndar KSÍ hefur haldið fram í fjölmiðlum. Víðast hvar eru knattspyrnusambönd í erfiðleikum með að vekja áhuga á dómgæslu. Óvægin gagnrýni hefur ekki síst verið ástæðan fyrir því að fáir vilja spila lykilhlutverk mannsins með flautuna. Í þetta sinn virðist málið snúast um eitthvað allt annað. Meira »
mið 16.mar 2011 08:00 Magnús Már Einarsson
YouTube leikmennirnir sem vilja koma til Íslands ,,Ég vil spila fótbolta fyrir utan Afríku, ég er andlega og líkamlega heill framherji sem skorar og býr til mörk. Ég tek ekki eiturlyf og mun fylgja reglum félagsins í einu og öllu. Ég mun standa mig sem best fyrir félagið og ykkar yndislegu stuðningsmenn. Ég er tilbúinn að ferðast um leið og þið bjóðið mér að koma. Heyri frá ykkur fljótlega.” Meira »
þri 15.mar 2011 17:07 Magnús Þór Jónsson
Innanhússutanhússfótbolti Um helgina var komið að fyrsta KSÍ starfinu í dómgæslunni hjá mér á árinu 2011.

Ég ætla nú ekki að eyða miklu púðri í pistlunum mínum í dómarastörf, þar eru hæfari pennar sem sjá um útskýringar og vafapælingar. Meira »
fös 11.mar 2011 09:00 Sammarinn.com
Gaddafi og fótboltinn Það er til saga af Gaddafi-fjölskyldunni og fótboltanum. Það er þó ekki hún sem hefur beinlínis gegnsýrt heimspressuna síðustu vikurnar. Í fréttunum er greint frá því að ekkert lát virðist vera á óöldinni í Líbíu og baráttunni gegn Gaddafi. Ekki nóg með að Gaddafi þurfi að fást við óeirðirnar, heldur datt uppáhaldsfélag hans, Everton, óvænt út fyrir Reading í bikarnum fyrir skemmstu. Þessi saga af Gaddafi og Everton skiptir þó litlu máli og er heldur ekki alveg sannleikanum samkvæm. Meira »
mið 09.mar 2011 10:30 Elvar Geir Magnússon
Vígið óvinnandi í Úkraínu Heima er best. Sú fullyrðing á allavega vel við hjá Shaktar Donetsk frá Úkraínu. Ítalska liðið Roma varð í gær enn eitt liðið til að fara tómhent frá Donbass Arena leikvangnum þar sem Shaktar hefur lagt hvern andstæðinginn á fætur öðrum í gegnum árin. Meira »