Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. nóvember 2010 23:20
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: AP 
Manuel Pellegrini tekur við Malaga (Staðfest)
Manuel Pellegrini er kominn í spænska boltann að nýju.
Manuel Pellegrini er kominn í spænska boltann að nýju.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid var í kvöld ráðinn til Malaga og semur við félagið til ársins 2013.

Pellegrini sem er frá Chile hafði náð frábærum árangri með lið Villarreal á þeim fimm árum sem hann stýrði liðinu. Hann vonast nú til að geta náð að snúa við ömurlegu gengi Malaga sem er í 18. sæti spænsku deildarinnar eftir níu leiki.

Malaga hafði á mánudaginn rekið Jesualdo Ferreira þjálfara liðsins eftir að liðið fór í sjötta leikinn í röð án sigurs.

Pellegrini var rekinn frá Real Madrid eftir að liðið vann engan titil á síðustu leiktíð þrátt fyrir að hafa eytt 250 milljónum evra í leikmenn eins og Cristiano Ronaldo og Kaka.

Pellegirni kom Villarreal í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2006 og liðið endaði í öðru sæti deildarinnar 2008 sem er met í sögu félagsins.
banner
banner