Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
16 ára maður leiksins - „Einn af okkar allra mikilvægustu mönnum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Einar Freyr Halldórsson vakti athygli fyrir frammistöðu sína fyrir Þór í sigri liðsins gegn HK í Kórnum í gær.

Einar Freyr er unglingalandsliðsmaður sem fæddur er árið 2008 og er aðeins 16 ára gamall. Hann spilaði sinn níunda leik í deildinni á þessu tímabili í gær og lagði upp fyrra mark liðsins á Ibrahima Balde í 2-1 sigri.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Þór

„Hann var frábær í dag. Hann er einn af okkar allra mikilvægustu mönnum. Hann er að stíga upp í alvöru hlutverk hjá okkur og er að skila því frábærlega," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn.

„Hann er tæknilega frábær og heldur vel í boltann. Hann gerir frábærlega í marki númer eitt og er í rauninni maður leiksins."

Þór er í 4. sæti með 23 stig eftir 13 umferðir. HK er í 3. sæti með 24, ÍR með 25 stig og á leik til góða en Njarðvík er á toppnum með 27 stig.

Athugasemdir
banner
banner