Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 14. maí 2012 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Sky 
Hazard segist vera á leið til Manchester
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, leikmaður Lille í Frakklandi, hefur haldið stuðningsmönnum flestra stórliða í Evrópu heitum undanfarna mánuði með því að gefa ýmsar vísbendingar hver áfangastaður hans verður í sumar.

Hazard, sem er 21 árs gamall, hefur verið lykilmaður í liði Lille, sem varð franskur meistari á síðasta ári, en þessi belgíski miðjumaður hefur verið einhver eftirsóttasti leikmaður Evrópu undanfarið ár.

Hann var á dögunum valinn leikmaður ársins í Frakklandi, en það er annað árið í röð sem hann hreppir verðlaunin.

Ljóst er að hann yfirgefur Lille í sumar, en hann hefur gefið blaðamönnum ýmsar vísbendingar um hver áfangastaður hans verður. Hann er nú búinn að gefa enn eina vísbendinguna, en hann segir að hann komi til með að spila í Manchester.

,,Til Manchester, eins og ég hef áður sagt. Ákvörðunin verður tekin bráðlega," sagði Hazard.
Athugasemdir
banner
banner
banner