Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 06. ágúst 2012 22:49
Elvar Geir Magnússon
Heimild: BBC 
Arsenal staðfestir Cazorla á morgun
Santi Cazorla verður kynntur sem nýr leikmaður Arsenal á morgun. Þessi 27 ára miðjumaður hefur þegar staðist læknisskoðun og er kominn til Þýskalands þar sem liðið er í æfingabúðum.

Cazorla kemur frá Malaga en fjárhagserfiðleikar spænska félagsins töfðu söluferlið.

Hann lék með spænska landsliðinu á Evrópumótunum 2008 og 2012.

Arsenal er einnig að vinna að því að fá miðjumanninn Nuri Sahin frá Real Madrid en þá á lánssamningi. Enska félagið hefur leitað leiða til að styrkja miðsvæði sitt eftir að ljóst var að Jack Wilshere myndi ekki leika fyrr en í október vegna meiðsla sinna.

Sahin hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Real Madrid og er Jose Mourinho tilbúinn að lána hann.
Athugasemdir
banner