Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
banner
   fim 20. september 2012 19:44
Mist Rúnarsdóttir
Óli Kristjáns: Þetta var „lucky punch“
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
„Við vorum nokkuð saddir í 87 mínútur eða hvað það var en hungrið kom aðeins í restina og það dugði til að ná í punktinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafnteflisleik við Fylki í kvöld. Blikar jöfnuðu leikinn á lokamínútu leiksins eftir að Ólafur hafði gert nokkrar breytingar á liði sínu.

„Við tókum ákveðna sénsa og hentum Sverri upp til að fá meiri grimmd þarna fremst. Það tókst, lucky punch.“

Varamenn Breiðabliks frískuðu mikið upp á leik liðsins og Ólafur var ánægður með kraftinn í þeim.

„Þeir komu með ákveðinn kraft. Það var ákveðin deyfð yfir okkur lungann úr leiknum og það var fínn kraftur úr varamönnunum.“

„Mér fannst Fylkisliðið vera grimmara og sterkara svona heilt yfir í leiknum. Við vorum heppnir að vera ekki komnir tvö og þrjú núll undir en það var markmaður sem tók það sem þurfti að taka og svo vorum við nægilega heppnir eða duglegir í restina til að ná í punktinn.“

„Við fengum góð færi sem að við nýttum ekki og það var jafnt á komið með liðunum í því að nýta ekki færin. Þess vegna var þetta svolítið læstur leikur. Eitt, eitt og ég held að Fylkismennirnir séu súrari heldur en við,“
sagði Ólafur meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner