Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
banner
   fim 20. september 2012 19:44
Mist Rúnarsdóttir
Óli Kristjáns: Þetta var „lucky punch“
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
„Við vorum nokkuð saddir í 87 mínútur eða hvað það var en hungrið kom aðeins í restina og það dugði til að ná í punktinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafnteflisleik við Fylki í kvöld. Blikar jöfnuðu leikinn á lokamínútu leiksins eftir að Ólafur hafði gert nokkrar breytingar á liði sínu.

„Við tókum ákveðna sénsa og hentum Sverri upp til að fá meiri grimmd þarna fremst. Það tókst, lucky punch.“

Varamenn Breiðabliks frískuðu mikið upp á leik liðsins og Ólafur var ánægður með kraftinn í þeim.

„Þeir komu með ákveðinn kraft. Það var ákveðin deyfð yfir okkur lungann úr leiknum og það var fínn kraftur úr varamönnunum.“

„Mér fannst Fylkisliðið vera grimmara og sterkara svona heilt yfir í leiknum. Við vorum heppnir að vera ekki komnir tvö og þrjú núll undir en það var markmaður sem tók það sem þurfti að taka og svo vorum við nægilega heppnir eða duglegir í restina til að ná í punktinn.“

„Við fengum góð færi sem að við nýttum ekki og það var jafnt á komið með liðunum í því að nýta ekki færin. Þess vegna var þetta svolítið læstur leikur. Eitt, eitt og ég held að Fylkismennirnir séu súrari heldur en við,“
sagði Ólafur meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner