Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 23. apríl 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 5. sæti: Breiðablik
Damir Muminovic hefur verið öflugur í vörn Blika í vetur.
Damir Muminovic hefur verið öflugur í vörn Blika í vetur.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Miðjumaðurinn Andri Rafn Yeoman.
Miðjumaðurinn Andri Rafn Yeoman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynsluboltinn Gunnleifur Gunnleifsson stendur í markinu.
Reynsluboltinn Gunnleifur Gunnleifsson stendur í markinu.
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Fyrirliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson með sigurverðlaun Fótbolta.net mótsins.
Fyrirliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson með sigurverðlaun Fótbolta.net mótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalandsliðsmaðurinn Oliver Sigurjónsson.
Unglingalandsliðsmaðurinn Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hafnar í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar ef spá Fótbolta.net rætist. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Blikar fá 65 stig í spánni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Breiðablik 65 stig
6. Fylkir 56 stig
7. Víkingur 48 stig
8. Keflavík 34 stig
9. Fjölnir 28 stig
10. ÍBV 27 stig
11 ÍA 21 stig
12. Leiknir 14 stig

Um liðið: Arnar Grétarsson er tekinn við þjálfun Breiðabliks og liðið hefur verið öflugt í Lengjubikarnum. Spáin fyrir deildina var framkvæmd fyrir úrslitakeppni Lengjubikarsins en líklegt er að liðið hefði verið ofar hefði spáin verið framkvæmd í dag. Blikar unnu Fótbolta.net mótið í vetur og eru nú komnir í úrslitaleik Lengjubikarsins sem fram fer síðar í dag. Liðið hefur sýnt að það getur unnið leiki með baneitruðum sóknarleik og góðu spili jafnframt því að vinna baráttu- og iðnaðarsigra.



Hvað segir Jörundur? Jörundur Áki Sveinsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deildinni 2015. Jörundur lét af störfum sem þjálfari hjá BÍ/Bolungarvík í fyrra en þar áður var hann aðstoðarþjálfari FH. Í dag þjálfar hann meistaraflokk kvenna hjá Fylki.

Styrkleikar: Mikil gæði í mörgum leikmönnum. Hafa frábæran (kornungan) markvörð með mikla reynslu. Sennilega með eitt besta bakvarðapar landsins, ef ekki það besta, í Arnóri Sveini og Kristni Jónssyni. Vel spilandi lið sem gleður oft augað út á velli. Skoruðu 15 mörk í Lengjubikarnum og fengu aðeins á sig 5. Það verður að teljast nokkuð gott. Er komnir í úrslit Lengjubikarsins og það gefur góð fyrirheit fyrir Blika... en þeir hafa jú oft verið góðir á vorin en svo ekki alveg náð að fylgja því inn í mótið.

Veikleikar: Breiðablik hefur ekki verið með neinn afgerandi markaskorara frá því að Alfreð Finnbogason fór frá þeim. Fengu til sín stóran og sterkan framherja erlendis frá en hann hefur ekki verið að skora mikið í vor. Hafa misst mikið í leikmönnum eins og Finni Orra, Árna Vilhjálms, Elfari Árna og Tómasi Óla. Spurning hvort að þeir hafi nógu mikla breidd til þess að vera að berjast við toppinn. Þjálfarinn hefur sagt það að hann myndi kjósa það að fá 1-2 leikmenn í viðbót inn í hópinn. Ég held að það sé hárrétt honum.

Lykilmenn: Gulli í markinu. Bakverðirnir, Arnór og Kristinn. Hef trú á því að Ellert Hreinsson eigi eftir að spila stærra hlutverk með Blikum en oft áður.

Gaman að fylgjast með: Verður gaman að fylgjast með ungu leikmönnum Breiðabliks sem hafa gengið í gegnum knattspyrnuuppeldi við bestu mögulegu aðstæður á Íslandi og þó víðar væri leitað. Eða eins og einn góður maður sagði "ef þú ert nógu góður, þá ertu nógu gamall". Það verður líka gaman að fylgjast með þjálfaranum, Arnari Grétarssyni, þreyta sína frumraun í þessu starfi. Með Blikahjarta og mikla reynslu hér heima og erlendis frá.



Stuðningsmaðurinn segir - Ragna Björg Einarsdóttir
„Eins og alltaf þá er mikil tilhlökkun í Kópavoginum fyrir sumrinu og allir mjög spenntir að sjá liðið á stóra sviðinu. Nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu eins og gengur og gerist og er það bara af hinu góða. Ungir og efnilegir strákar eru að fara að stíga sín fyrstu skref í Peps- deildinni og verður gaman að fylgjast með þeim í sumar.
Margir lykilmenn áttu slappt tímabil í fyrra og hef ég enga trú á því að þeir ætli að endurtaka leikinn þetta sumarið og koma því tvíefldir til leiks í maí!"


„King Addi Grétars er komin aftur heim og ekki verra að sjá Kristó með honum á línunni. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með þeirra samvinnu í sumar og hvernig þeir eiga eftir að tækla verkefnið. Það verður bara gaman að mæta á iðagrænan Kópavogsvöll í sumar og fylgjast með einu best spilandi fótboltaliði á landinu í dag!"

Völlurinn: Kópavogsvöllur þar sem Magnús Valur Böðvarsson vallarstjóri ræður ríkjum. Tekur um 1.700 áhorfendur í sæti en ekki eru mjög mörg ár síðan ný og glæsileg stúka var tekin í notkun.

Komnir:
Arnþór Ari Atlason frá Fram
Guðmundur Friðriksson frá Selfossi (Var á láni)
Ismar Tandir frá Red Bull Salzburg
Kári Ársælsson frá BÍ/Bolungarvík
Ósvald Jarl Traustason frá Fram
Páll Olgeir Þorsteinsson frá Víkingi (Var á láni)
Stefán Þór Pálsson frá KA (Var á láni)

Farnir:
Árni Vilhjálmsson til Lilleström
Elfar Árni Aðalsteinsson í KA
Finnur Orri Margeirsson í FH
Gísli Páll Helgason í Þór
Jordan Halsman
Stefán Þór Pálsson í Víking
Tómas Óli Garðarsson í Val

Leikmenn Blika sumarið 2015:
1 Gunnleifur Gunnleifsson
2 Ósvald Jarl Traustason
3 Oliver Sigurjónsson
4 Damir Muminovic
5 Elfar Freyr Helgason
6 Kári Ársælsson
7 Höskuldur Gunnlaugsson
8 Arnþór Ari Atlason
9 Ismar Tandir
10 Guðjón Pétur Lýðsson
11 Olgeir Sigurgeirsson
13 Sólon Breki Leifsson
16 Ernir Bjarnason
17 Alfons sampsted
19 Gunnlaugur Hlynur Birgisson
21 Viktor Örn Margeirsson
22 Ellert Hreinsson
23 Kristinn Jónsson
24 Aron Snær Friðriksson
26 Páll Olgeir Þorsteinsson
27 Arnór Gauti Ragnarsson
28 Davíð Kristján Ólafsson
29 Arnór Sveinn Aðalsteinsson
30 Andri Rafn Yeoman
31 Guðmundur Friðriksson
33 Gísli Eyjólfsson
36 Hlynur Örn Hlöðversson

Leikir Breiðabliks 2015:
Leikir Breiðabliks 2015:
3. maí Fylkir – Breiðablik
11. maí Breiðablik – KR
17. maí Keflavík – Breiðablik
20. maí Breiðablik – Valur
26. maí ÍA – Breiðablik
31. maí Breiðablik – Stjarnan
7. júní Leiknir – Breiðablik
14. júní Breiðablik – Víkingur R.
21. júní FH – Breiðablik
29. júní ÍBV – Breiðablik
13. júlí Breiðablik – Fjölnir
20. júlí Breiðablik – Fylkir
26. júlí KR – Breiðablik
5.ágúst Breiðablik – Keflavík
10. ágúst Valur – Breiðablik
17. ágúst Breiðablik – ÍA
24. ágúst Stjarnan – Breiðablik
30. ágúst Breiðablik – Leiknir
13. sept Víkingur R. – Breiðablik
20. sept Breiðablik – FH
26. sept Breiðablik – ÍBV
3. okt Fjölnir – Breiðablik

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliði Breiðfjörð, Arnar Geir Halldórsson og Jóhann Ingi Hafþórsson.
Athugasemdir
banner
banner