Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 15. febrúar 2016 16:49
Magnús Már Einarsson
Gary Martin á leið í Breiðablik eða Víking R.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Gary Martin, framherji KR, er líklega á leið í annað hvort Breiðablik eða Víking R.

Gary hefur átt í viðræðum við bæði Breiðablik og Víking og samkvæmt heimildum Fótbolta.net stendur valið á milli þessara félaga.

Baldur Stefánsson varaformaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Fótbolta.net í dag að nokkur félög hafi boðið í Gary undanfarið.

FH hefur einnig sýnt Gary áhuga en hins vegar bendir allt til þess að hann fari í Breiðablik eða Víking.

Gary spilaði ekki með KR í 1-1 jafntefli gegn Haukum í gær en Baldur sagði við Fótbolta.net í morgun að það tengist tilboðunum ekki.

Hins vegar er óljóst hvort Gary fari með KR til Florida í æfingaferð á morgun en hans mál gætu skýrst betur í kvöld.

Hinn 25 ára gamli Gary kom til KR frá ÍA sumarið 2012. Hann var markahæstur í Pepsi-deildinni 2014 en í fyrra átti hann ekki alltaf fast sæti í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner