Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 20. september 2016 18:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Heimakletturinn tryggir Pepsi sæti fyrir ÍBV
Leikmaður 21. umferðar - Bjarni Gunnarsson (HK)
Bjarni Gunnarsson (til hægri) í leik með HK.
Bjarni Gunnarsson (til hægri) í leik með HK.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög létt yfir liðinu núna þegar við erum búnir að bjarga okkur," sagði Bjarni Gunnarsson, framherji HK, við Fótbolta.net í dag. Bjarni er leikmaður 21. umferðar í Inkasso-deildinni en hann var á skotskónum í 4-0 útisigri HK á Hugin um helgina. Með sigrinum gulltryggði HK sæti sitt í deildinni að ári.

„Þetta var hörkuleikur á laugardaginn og mér finnst 4-0 ekki endilega gefa rétta mynd af leiknum, mér fannst Huginn ekkert lélegir og við vorum ekkert sérstakir mest megnið af leiknum."

„Við náðum hins vegar að skora í fyrri hálfleik eftir eitthvað klafs eftir horn og lítið sem ekkert gerðist í leiknum þangað til við náum að skora annað markið eftir skyndisókn. Þá færðu Huginsmenn sig ofar á völlinn sem gerði okkur kleift að sækja meira fyrir aftan þá og skoruðum tvö í viðbót."


HK hefur verið í fallbaráttu undanfarnar vikur og Bjarni segir að það hafi tekið á taugarnar. „Já ég verð að segja það, sérstaklega því við höfum verið oft á tíðum verið full miklir klaufar í síðustu leikjum þar sem við fáum ekkert úr þeim þrátt fyrir fína spilamennsku."

Bjarni kom til HK á láni frá ÍBV í júlí. „Ég er bara mjög sáttur með að hafa farið í HK, þetta er góður hópur af strákum," sagði Bjarni sem hefur ekkert ákveðið með framhaldið.

„Ég bara hef ekki hugsað svo langt, ég á eitt ár eftir af samning hjá ÍBV en ég ætla að klára tímabilið með HK áður en ég spái í því."

ÍBV er í harðri fallbaráttu í Pepsi-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir en Bjarni hefur trú á að liðið haldi sæti sínu.

„ Þetta lítur ekkert alltof vel út fyrir mína menn í eyjum, það er bara staðreynd, en ég hef trú á því að þeir haldi sér uppi. Ég spái því að Hafsteinn Briem, heimakletturinn í ÍBV vörninni, sem skorar bara mikilvægu mörkin, rífi liðið áfram með alvöru HK-passion og skori winnerinn á móti Val í næstu umferð og tryggi ÍBV sæti í Pepsi 2017," sagði Bjarni að lokum.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 20. umferð - Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Bestur í 19. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Bestur í 18. umferð - Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Bestur í 17. umferð - Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Bestur í 16. umferð - Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
Bestur í 15. umferð - Aleksandar Trninic (KA)
Bestur í 14. umferð - Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Bestur í 13. umferð - Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Bestur í 12. umferð - Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner