Meiðsli hafa herjað á sóknarmenn íslenska landsliðsins í fótbolta í aðdraganda leiksins gegn Króatíu í Zagreb sem verður næsta laugardag.
Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason eru báðir á meiðslalistanum og voru því ekki í hópnum sem tilkynntur var á föstudag.
Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason eru báðir á meiðslalistanum og voru því ekki í hópnum sem tilkynntur var á föstudag.
Í gærkvöldi þurfti svo Björn Bergmann Sigurðarson að draga sig úr hópnum en hann tognaði í nára í leik Molde og Lilleström.
Jón Daði Böðvarsson er klár í slaginn og mun að öllum líkindum byrja í Zagreb en helsta umræðuefnið er hver verði með honum í fremstu víglínu.
Samkvæmt skoðanakönnun sem hefur verið á Fótbolta.net yfir helgina eru 61% lesenda á því að Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Maccabi Tel Aviv, eigi að fá tækifærið en Ísland myndi þá spila með tvo Selfyssinga í fremstu línu.
13% vilja sjá hinn unga Elías Má Ómarsson sem leikið hefur vel með Gautaborg í Svíþjóð og U21-landsliði Íslands. 11% völdu Björn Bergmann en eins og áður segir hefur hann dregið sig úr hópnum.
10% eru á því að færa eigi Jóhann Berg Guðmundsson framar á völlinn en þar á meðal er íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon eins og hann lýsti yfir á Twitter.
Hver á að vera í fremstu víglínu með Jóni Daða gegn Króatíu?
61% Viðar Örn (1189)
13% Elías Már (255)
11% Björn Bergmann (212)
10% Jói Berg (185)
5% Gylfi (102)
Jói Berg að skora glæsilegt. Auðvelt val tel ég fyrir Heimi Hallgríms að hafa hann frammi með JDB gegn Króatíu. #mypick
— Hörður Magnússon (@HoddiMagnusson) November 5, 2016
Athugasemdir