Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 28. júní 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Lundinn Tóti fer í fótboltabúninga fyrir stórleiki
Tóti er spenntur fyrir EM kvenna í næsta mánuði.
Tóti er spenntur fyrir EM kvenna í næsta mánuði.
Mynd: Raggi Óla
Lundinn Tóti lifir góðu lífi á Sæheimum, Fiska- og Náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Raggi Óla, ljósmyndari Fótbolta.net, kíkti til Eyja um helgina þar sem hann tók myndirnar hér til hliðar og að neðan af Tóta. Lundinn fer oft í fótboltabúning á leikdögum hjá ÍBV og íslenska landsliðinu.

„Hann fer í búningana á stórum leikdögum og styður stelpurnar á EM að sjálfsögðu. Hann er gríðarlega vinsæll í Sæheimum þar sem hann á heima og án efa eru hann og Heimir Hallgrímsson lang frægustu Vestmannaeyingarnir í dag og miklir vinir líka," segir Örn Hilmisson starfsmaður í Fiska- og Náttúrugripasafni Vestmannaeyja

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður FH og fyrrum leikmaður ÍBV, er ástæðan fyrir því að lundinn fékk nafnið Tóti.

„Tóti lundi kom í Sæheima seint í ágúst árið 2011 aðeins nokkurra daga gamall og hafði hann álpast svangur úr holunni sinni og honum verið bjargað frá því að verða ránfuglum að bráð. Þennan sama dag spilaði ÍBV gegn Keflavík og skoraði Þórarinn Ingi sigurmarkið í þeim leik og ég sem Knattspyrnuráðsmaður tók við honum í sigurvímu og var fljótur að gefa honum nafnið Þórarinn Ingi og kallaði hann Tóta."

„Það leið ekki langur tími þar til hann eignaðist sinn fyrsta ÍBV búning og svo annan fljótlega en þegar karlalandsliðið sigraði England á EM þá fékk hann að sjálfsögðu landsliðsbúninginn,"
sagði Örn.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Tóta í fótboltagírnum.
Athugasemdir
banner