Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 30. júlí 2018 23:40
Elvar Geir Magnússon
Lið 14. umferðar: Þrír valdir í fimmta sinn
Ari Leifsson er í úrvalsliðinu.
Ari Leifsson er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FJórir leikir voru í Pepsi-deildinni í kvöld og þar með lauk 14. umferðinni. Hér má sjá úrvalslið umferðarinnar.

Þjálfari umferðarinnar er Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, en Eyjamenn unnu 2-1 sigur gegn KA.

ÍBV á tvo leikmenn í úrvalsliðinu; David Atkinson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson en sá síðarnefndi skoraði fyrra mark ÍBV í leiknum.



FH vann 1-0 sigur gegn Fjölni. Eddi Gomes var valinn maður leiksins og er í úrvalsliðinu líkt og færeyski markvörðurinn Gunnar Nielsen.

Fylkir gerði markalaust jafntefli gegn Val og er Ari Leifsson í liðinu en hann var frábær í vörn Árbæinga.

Óskar Örn Hauksson skoraði og lagði upp í 2-0 sigri KR gegn Grindavík. Skúli Jón Friðgeirsson er með honum í liðinu. Óskar er valinn í fimmta sinn í úrvalsliðið en tveir aðrir leikmenn í liðinu eru einnig valdir í fimmta sinn. Það eru Gísli Eyjólfsson í Breiðabliki og markamaskínan Hilmar Árni Halldórsson í Stjörnunni.

Blikar lögðu Keflavík 3-1 á útivelli en Thomas Mikkelsen skoraði tvívegis. Danski sóknarmaðurinn fer feykilega vel af stað í græna búningnum.

Stjarnan rúllaði yfir Víking 4-0. Maður leiksins var Eyjólfur Héðinsson sem er að sjálfsögðu í liðinu.

Sjá einnig:
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner