Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson áttu báðir stoðsendingar á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Gylfi lagði upp fyrra mark Everton í 2-2 jafntefli gegn Tottenham. Markið lagði hann upp fyrir Theo Walcott.
Markið má sjá hérna
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu þegar Burnley tapaði 3-1 gegn Arsenal. Hann var búinn að vera inn á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann lagði upp mark Burnley fyrir Ashley Barnes. Markið kom á 65. mínútu.
Markið má sjá hérna
Þess má geta að Gylfi var maður leiksins að mati Liverpool Echo gegn sínum gömlu félögunum í Tottenham. Gylfi fær 8 í einkunn.
Jóhann Berg fær 7 í einkunn frá Sky Sports fyrir sína innkomu.
Aron Einar Gunnarsson var einnig í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann lék kveðjuleik sinn fyrir Cardiff. Hann fékk 7 í einkunn frá Sky Sports.
"What more could you want?" Which #EFC player was that?https://t.co/vRAuQwdk1b
— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 12, 2019
Athugasemdir