Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. maí 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 3. umferðar: Rúnar Þór á fast sæti í liðinu
Rúnar Þór er í liðinu í þriðja sinn.
Rúnar Þór er í liðinu í þriðja sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Reynisson er í úrvalsliðinu.
Sigurvin Reynisson er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
3. umferðin í Inkasso-deildinni lauk á laugardaginn með tveimur leikjum.

Óvæntustu úrslit umferðarinnar var sigur nýliða Gróttu á Þór fyrir norðan 3-2. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu er þjálfari umferðarinnar.


Fyrirliðinn, Sigurvin Reynisson er í liði umferðarinnar auk Axels Sigurðarsonar sem skoraði tvö og fiskaði víti í 3-2 sigrinum fyrir Gróttu.

Í markinu er Njarðvíkingurinn ungi, Brynjar Atli Bragason sem lék í 2-1 sigri liðsins á Leikni R. Þá er Stefán Birgir Jóhannesson einnig í liðinu í annað sinn í sumar.

Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu í 5-0 sigri Keflavíkur á Aftureldingu. Rúnar Þór Sigurgeirsson hefur byrjað tímabilið hrikalega vel en hann er í liði umferðarinnar í þriðja sinn í sumar.

Rasmus Christiansen, Guðmundur Karl Guðmundsson og Elís Rafn Björnsson eru fulltrúar Fjölnis í liði umferðarinnar en liðið sigraði Magna 4-1 á heimavelli í umferðinni.

Matthías Kroknes Jóhannsson var besti leikmaður vallarins í 1-1 jafntefli Fram og Hauka og þá er Emmanuel Eli Keke varnarmaður Ólsara í miðverðinum í annað sinn í röð eftir 2-1 sigur á Þrótti.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner