Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. september 2019 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðsöngur Andorra spilaður á Stade de France - Albanir ósáttir
Gianni De Biasi og félagar sungu albanska þjóðsönginn á EM 2016
Gianni De Biasi og félagar sungu albanska þjóðsönginn á EM 2016
Mynd: Getty Images
Þeir sem skipulögðu landsleik Frakklands og Albaníu í undankeppni Evrópumótsins gerðu skelfileg mistök fyrir leik liðanna í kvöld en þjóðsöngur Andorra var spilaður í stað fyrir þjóðsöng Albaníu.

Frakkland er 1-0 yfir gegn Albaníu þegar þetta er skrifað en Kingsley Coman gerði markið. Það var þó atriði fyrir leikinn sem vakti mikla athygli.

Albanska landsliðið var að undirbúa sig að syngja hástöfum með þjóðsöng landsins er þjóðsöngur Andorra var spilaður í hátalarakerfinu á leikvanginum.

Leikmenn Albaníu þverneituðu að spila fyrr en þeirra þjóðsöngur yrði spilaður og tók það um tíu mínútur að finna réttan þjóðsöng en atriðið má sjá hér fyrir neðan.

Heldur neyðarlegt fyrir starfsfólkið á Stade de France.


Athugasemdir
banner
banner
banner