banner
   fös 27. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Transfólk velkomið á HM í Katar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nasser al-Khater, yfirmaður skipulagsnefndar HM í Katar, býður transfólk og samkynhneigt fólk velkomið á mótið en að það verði þó að virða lög og reglur sem gilda í landinu.

Kater heldur HM árið 2022 en baráttusamtök samkynhneigðra hafa mótmælt því að keppnin sé haldin þar enda er samkynhneigð ólögleg í Katar.

Hvað varðar transfólk virðast lögin þó ekki jafn skýr en al-Khater býður þó alla velkomna.

al-Khater virtist þó ekki gefa nægilega fullnægjandi svör varðandi mannréttindi transfólks og samkynhneigðra.

„Ég vil fullvissa alla aðdáendur að öll kyn, sama af hvaða kynhneigð, trúar eða kynþátt það er að Katar er eitt öruggasta land í heiminum og að allir eru velkomnir hér," sagði al-Khater.

„Öryggi skiptir okkur gríðarlega miklu máli fyrir okkur og það er mikil þjálfun í gangi hjá okkar öryggisteymi svo að allir séu með það á hreinu að fólk er að koma úr ólíkum menningarheimum

„Það er vissulega litið illum augum á ósæmilega hegðun á almannafæri. Það er bara ekki hluti af okkar menningu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner