PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mið 17. janúar 2007 11:55
Hafliði Breiðfjörð
Víkingar stofna tengslafélagið Berserki sem fer í 3. deild
Tveir stuðningsmanna Víkinga, Guðjón Guðmundsson og Heimir Gunnlaugsson sem hugsanlega munu taka fram skóna til að leika með Berserkjum.
Tveir stuðningsmanna Víkinga, Guðjón Guðmundsson og Heimir Gunnlaugsson sem hugsanlega munu taka fram skóna til að leika með Berserkjum.
Mynd: Úr einkasafni
Stuðningsmenn Víkinga í Berserkjabúningunum sem liðið mun leika í.
Stuðningsmenn Víkinga í Berserkjabúningunum sem liðið mun leika í.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Knattspyrnufélagið Berserkir var stofnað í Víkingsheimilinu í gærkvöld en félagið er tengslafélag Víkinga og stefnir á að taka þátt í 3. deild karla næsta sumar.

Í yfirlýsingu frá félaginu segir:

,,Markmið félagsins er að stuðla að framgangi og enn frekari uppbyggingu knattspyrnuíþróttarinnar innan Víkings með það sem meginviðfangsefni að gefa ungum knattspyrnumönnum sem aldir hafa verið upp hjá félaginu möguleika á að iðka íþróttina áfram innan vébanda félagsins enda þótt þeir nái ekki að festa rætur innan meistaraflokks Víkings strax eftir að þátttöku í 2. flokki lýkur."

Nafnið Berserkir er sama nafn og stuðningsmannahópur Víkinga ber en sá hópur hefur verið gríðarlega öflugur í stúkunni undanfarin ár óháð hvaða deild liðið hefur leikið í.

Liðið bíður nú eftir að fá keppnisleyfi frá Íþróttasambandi Íslands og í kjölfar þess munu þeir verða skráðir til leiks í 3. deild. Liðið mun að öllum líkindum leika heimaleiki sína á aðalvellinum í Víkinni og mun leika í Berserkjabúningunum sem eru svartir og rauð röndóttir eins og aðalbúningar Víkinga.

Slík tenglafélög eru þekkt annars staðar hér á landi og má þannig nefna HK og Ýmir í Kópavogi, ÍBV og KFS í Vestmannaeyjum og fleiri.

Stjórn Kf. Berserkir skipa eftirtaldir einstaklingar:

Formaður:
Tómas Þór Þórðarson

Meðstjórnendur:
Einar Guðnason
Einar Ásgeir Einarsson
Sigurhjörtur Snorrason
Gunnlaugur A. Júlíusson
Athugasemdir
banner
banner