Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 17. ágúst 2009 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Ekki missa af Stelpunum okkar í bíó - Síðasti séns
Mynd: Stelpurnar okkar
Nú fer hver að verða síðastur til að sjá kvikmyndina Stelpurnar okkar sem fjallar um kvennalandslið Íslands í bíó því óvíst er hvort myndin verði sýnd aftur í bíó eftir morgundaginn.

Myndin hefur fengið frábærar viðtökur og fékk 4 stjörnur af gagnrýnanda Morgunblaðsins. Hún er sýnd í Háskólabíó og við hvetjum alla til að sjá þessa mögnuðu mynd meðan hún er enn í sýningu í bíó.

Hér að ofan má sjá trailer myndarinnar með því að smella á myndina.

Kvikmyndin Stelpurnar okkar var frumsýnd í Háskólabíói á föstudagskvöld, 14. ágúst síðastliðinn. Myndin er í leikstjórn Þóru Tómasdóttur og framleidd af Hrafnhildi Gunnarsdóttur.

Um er að ræða í fullri lengd sem fjallar um hvernig kvennalandsliðinu í fótbolta tókst fyrst af öllum íslenskum landsliðum að komast í úrslitakeppni Evrópumóts.

Í myndinni kynnumst við stelpunum sem mynda liðið, draumum þeirra og metnaði og fótboltaheiminum sem þær lifa og hrærast í.

Landsliðið samanstendur af hörkuduglegum stelpum sem eru nánast hættulega kappsamar.

Þær eiga í baráttu innbyrðis því með félagsliðum sínum eru þær andstæðingar en sameinast svo í landsliðinu.

Liðinu var fylgt eftir í tæp tvö ár og afraksturinn er hádramatísk mynd um raunir og örlög stelpna sem komast áfram í lífinu á hörkunni.

Klipping var í höndum Elísabetar Ronaldsdóttur og Barði Jóhannsson sá um tónlistina.
banner
banner
banner