Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 08. júní 2010 15:00
Hörður Snævar Jónsson
Leikmaður 6. umferðar: Fljótir að detta í skítinn
Sigurbjörn í leiknum í gær.
Sigurbjörn í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Zidane er uppáhalds knattspyrnumaður Sigurbjörns.
Zidane er uppáhalds knattspyrnumaður Sigurbjörns.
Mynd: Getty Images
Sigurbjörn Hreiðarsson leikmaður Vals var frábær í sigri liðsins á KR í gær. Valur vann 1-2 sigur á KR-velli og er Sigurbjörn leikmaður 6. umferðar Pepsi deildar karla hér á Fótbolta.net.

Sigurbjörn Hreiðarsson
Aldur: 34 ára
Leikir með Valí efstu deild: 215, 35 mörk.
Lið á HM: Ítalía
Lið á Englandi: Liverpool
Uppháhald knattspyrnumaður: Zinedine Zidane
,,Þetta var gríðarlega ánægjulegt og gefur okkur mikið að hafa farið á KR völlinn og unnið. Þeim var spáð titlinum og hafa ekki unnið leik og því styttist alltaf í sigurleikinn. Eftir að þeir unnu í Eyjum (Í VISA-bikarnum) þá bjuggumst við gríðarlega erfiðum leik. Maður hefði sætt sig við eitt stig en stefndum á þrjú og erum gríðarlega ánægðir," sagði Sigubjörn í samtali við Fótbolta.net.

Valsmenn hafa unnið þrjá síðustu leiki eftir að hafa tapað einum og gert tvö jafntefli.

,,Þetta er nýtt lið að ná vopnum sínum í deildinni, við höfðum spilað á undirbúningstímabilinu en það er bara allt annað. Menn spila sig gaman, þetta hefur verið stöngin inn undanfarið og verðum að halda okkur á tánum því menn eru fljótir að detta í skítinn ef við höldum okkur ekki á tánum."

Sigurbjörn var að glíma við meiðsli fyrir mót og var ekki í liðinu til að byrja með.

,,Ég var bara meiddur, reif vöðva framan í læri og fór svo í ökklanum. Ég var ekkert að spila síðustu sex eða sjö vikurnar fyrir mót fyrir utan hluta úr tveimur leikjum. Ég bjóst alveg við því að vera ekki að byrja í byrjun. Maður er að koma sér inn í þetta hægt og rólega af einhverjum krafti."

Valsmenn fengu þrjá útlendinga fyrir mót, Danni König og Martin Pedersen frá Danmörku og Greg Ross frá Skotlandi.

,,Við höfum góða reynslu af Skotum, þessir skosku leikmenn sem við höfum fengið hafa verið gjörsamlega frábærir. Það sama má segja um Danina, þeir eru mjög öflugir. Martin Pedersen er mjög sterkur með mikla reynslu, Danni frammi er gríðarlega vinnusamur og gefur andstæðingnum ekki neinn frið. Hann sýnir manni meira en maður heldur að hann geti, það má segja að við séum heppnir með útlendinga."

,,Við erum líka heppnir með leikmenn sem hafa komið til okkar, Haukur Páll, Rúnar Már, Stefán Jóhann og Jón Vilhelm hafa komið inn og vilja virkilega standa stig og gefa sig alla í alla leiki."

,,Við eigum Matta Guðmunds inni, hann er búinn að vera meiddur og verður frá í einhvern lengri tíma. Það er töluvert um samkeppni, Gulli heldur mönnum á tánum með það. Hann breytir liðinu þrátt fyrir að við séum að vinna, hann heldur mönnum vel við efnið."


Gunnlaugur Jónsson tók við liðinu fyrir þetta tímabil og virðist hafa fundið réttu blönduna með liðið.

,,Ég er gríðarlega ánægður með Gulla, hann hefur komið sterkur inn. Hann er nýbúinn að spila og þekkir hvernig hjartað slær hjá leikmönnum. Hann nær að tengja þetta saman og ég er búinn að vera ánægður með þetta," sagði hinn geðþekki, Sigurbjörn Hreiðarsson að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 4.umferðar - Haukur Baldvinsson (Breiðablik)
Leikmaður 3.umferðar - Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV)
Leikmaður 2.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 1.umferðar - Steinþór Freyr Þorsteinsson (Stjarnan)
banner
banner
banner
banner