Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 26. maí 2010 14:00
Magnús Már Einarsson
Leikm. 4.umf.: Ekkert vel litið á það ef maður færi að drífa sig út
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Haukur Baldvinsson var frábær á hægri kantinum hjá Breiðablik þegar liðið sigraði FH 2-0 í fyrradag. Haukur er leikmaður 4.umferðar hér á Fótbolta.net.

Haukur Baldvinsson
Aldur: 20 ára
Leikir með Breiðablik í efstu deild: 22, 3 mörk.
Lið á HM: Holland
Lið á Englandi: Liverpool
Uppháhald knattspyrnumaður: Steven Gerrard
,,Ég stóð mig mjög vel í síðasta leik og ég hugsa að ég hafi sjaldað spilað svona vel, allavega í efstu deild," sagði Haukur við Fótbolta.net í dag en hann kom inn í byrjunarliðið hjá Blikum á dögunum.

,,Ég reiknaði alltaf með því að fá einhver tækifæri. Ég er búinn að fá tækifæri núna og ég er búinn að nýta þau nokkuð vel að mínu mati. Vonandi heldur það áfram."

Hjörtur Logi Valgarðsson, vinstri bakvörður FH, átti í miklum vandræðum gegn Hauki í leiknum.

,,Hann er einn af betri bakvörðunum í úrvalsdeildinni að mínu mati en þetta var kannski ekki hans dagur."

Haukur fékk sjálfur gott tækifæri til að komast á blað í byrjun leiks en Gunnleifur Gunnleifsson varði þá frá honum úr dauðafæri.

,,Ég þarf að fara að skora. Ég er búinn að klúðra nokkrum dauðafærum, þau eru komin 2 eða 3 í sumar þannig að ég þarf að fara að nýta þetta."

Sóknarleikur Blika hefur verið mjög öflugur að undanförnu en auk Hauks hafa Alfreð Finnbogason, Guðmundur Pétursson og Kristinn Steindórsson verið góðir.

,,Þetta er glæsilegt og það er ekki hægt að kvarta yfir þessu. Ég held að ég væri ekki tilbúinn að skipta á neinum öðrum fyrir þá þrjá," sagði Haukur sem lék einnig með Alfreð og Kristni í yngri flokkunum sem og fleiri leikmönnum í Breiðablik.

,,Þetta er megnið 89, 90 árangurinn og líka 91. Við erum búnir að spila saman í gegnum alla yngri flokkana og þekkjum mjög vel inn á hvorn annan. 89 og 90 árangurinnn, við urðum Íslandsmeistarar upp alla yngri flokkana."

Helgin var viðburðarrík hjá Hauki því auk þess að eiga stjörnuleik gegn FH þá útskrifaðist hann úr Verzlunarskóla Íslands á laugardag. Í gær fóru nemendur þaðan til Costa del Sol í útskriftarferð en Haukur fór ekki með þangað.

,,Krakkarnir fóru allir í gær. Ég er búinn að fá nokkur sms og hringingar en ég ætla ekki að drífa mig, ég ætla bara að vera heima og spila fótbolta. Það þýðir ekkert annað, ég veit alveg hvernig þjálfararnir hugsa, það væri ekkert vel litið á það ef maður færi að drífa sig út á miðju timabili."

Fyrir EM árið 2004 lék Haukur í auglýsingu fyrir Coca Cola ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Haukur sýndi lipra takta með boltann í auglýsingu og margir muna ennþá eftir henni.

,,Það er alveg furðulegt, fólk er að nefna þetta annað slagið, maður skilur ekkert hvernig menn muna eftir þessu, maður var svo lítill á þessum tíma," sagði Haukur sem reiknar ekki með að leika í auglýsingu fyrir HM í sumar.

,,Nei nei, ég hugsa að það sé ekkert á dagskránni. Það var samt gaman að þessu á sínum tíma."

Sjá einnig:
Leikmaður 3.umferðar - Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV)
Leikmaður 2.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 1.umferðar - Steinþór Freyr Þorsteinsson (Stjarnan)
banner
banner
banner