Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   sun 05. maí 2024 20:16
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann 4-1 gegn ÍA á heimavelli í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 ÍA

„Bara ótrulega öflugur sigur á góðu og þéttu liði, vel drilluðu liði, bara vel þjálfaðir, með góða leikmenn og bara ótrúlega sterkt að vinna þennan leik með þessum hætti."

Þrátt fyrir úrslitin þá vörðust gestirnir mjög vel á löngum köflum og það leit út fyrir að það myndi vera erfitt fyrir Stjörnuna að skora í þessum leik. Hinsvegar fundu þeir glufurnar og náðu að setja 3 mörk á 15 mínútna kafla sem gerði útaf við leikinn.

„Ég veit ekki hvort ég geti sagt að það hafi komið allt í einu (mörkin). Við sköpuðum nú ekki mikið af færum í fyrri hálfleik en það er bara hluti af því að brjóta svona lið niður. Við vissum eftir síðasta tímabil að fleiri og fleiri lið myndu fara að falla á móti okkur, og vera bara þéttir til baka, og beita skyndi sóknum. Þannig að við erum búnir að setja mikla orku í að verða betri í að brjóta niður þétt lið. Það skilaði sér í dag, það skilaði sér í seinasta leik á móti Fylki, og það gerði það líka á móti Val, ótrúlega öflugt lið þó þeir hafi verið manni færri. Þá voru þeir að reyna að harka út hálfleikinn þegar við skorum sigurmarkið. Við erum orðnir ótrúlega öflugir að brjóta niður þétt lið og mér fannst það bara skila sér. Það sem við vorum að vinna að, þó það hafi ekki komið færi framan af, þá fannst mér það skila sér og ég sá alveg trúnna í liðinu. Það var tempó og við hreyfðum okkur vel, við spiluðum hratt þó að við höfum ekki verið að búa til færi framan af. Við vissum að það kæmi og það kom."

Stjarnan hafði aðeins skorað 3 mörk í fyrstu 4 leikjunum í byrjun tímabils. Þeir hafa fengið töluverða gagnrýni fyrir að vera ekki jafn góðir í fyrra en þessi leikur er mögulega byrjun á því að svara þeim röddum.

„Ég held við séum nú ekkert að svara neinu, ég held það sé bara gott að við séum komnir í góða forystu í lokin og þeir komu framar, og þá verður þetta svona opnari leikur. Auðvitað er gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik, svona allavega í lokin. Það þarf samt annað lið á móti til að spila skemmtilega, ef að mótherjinn ætlar að falla niður og verða þéttir, þá verður þetta lokaður leikur. Þá erum við bara hluti sem lið af lokuðum leik, þannig að það er bara ekkert við því að gera. Ef að liðin ætla að falla, þá erum við allavega komnir á helvíti góðan stað í því að brjóta það niður. Þannig að þá bara fögnum við því að liðið sé lengra frá markinu okkar."

Emil Atlason skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í dag. Hann hefur einnig verið töluvert gagnrýndur fyrir sínar frammistöður í byrjun tímabils en þetta gæti verið byrjunin af meiri markaskorun fyrir hann.

„Ég veit það ekki, mér er eiginlega bara alveg sama (hvort hann fari að skora meira). Það er fínt ef hann skorar mörk en hlutverkið hans er bara að hjálpa liðinu, og hann er búinn að gera það mjög vel þó hann sé ekki búinn að skora. Þá er hann búinn að láta aðra leikmenn líta vel út, búinn að búa til pláss og bara góðar stöður fyrir þá. Hann er búinn að eiga þátt í einhverjum mörkum og ég er bara búinn að vera mjög ánægður með hann hingað til. Hann þarf ekki að skora fyrir mig, ekki mín vegna. Ég skil alveg að senter sé gagnrýndur ef hann skorar ekki, og það er bara frábært að fólk hafi skoðanir og álit á því sem við erum að gera, það er bara geggjað. Þetta er bara ekki stórt atriði fyrir mér og okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner