Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. janúar 2021 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sænsku meistararnir hætta við að leggja niður liðið
Frá æfingu liðsins.
Frá æfingu liðsins.
Mynd: Getty Images
Það bárust óvænt tíðindi frá Svíþjóð á dögunum þegar tilkynnt var að Kopparbergs/Gautaborg FC, sænsku meistararnir í kvennaflokki, hefðu ákveðið að leggja niður lið sitt.

Kopparbergs/Gautaborg FC var stofnað árið 2003 og hefur leikið í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Liðið varð sænskur meistari í fyrsta skipti á síðasta ári.

Samkvæmt fréttum frá Svíþjóð var ákveðið að leggja niður störf hjá félaginu þar sem reksturinn gekk erfiðlega. Félagið leitaði eftir að fara í samstarf við IFK Gautaborg en ekki náðist samkomulag um það.

„Það er ekkert stutt svar yfir það af hverju við gerum þetta en þetta er best til lengri tíma litið," sagði Peter Bronsman formaður Kopparbergs/Gautaborg FC.

Núna er félagið mætt aftur til leiks að því er kemur fram hjá Guardian. Fjárfestar sýndu verkefninu mikinn stuðning eftir að fréttirnar og félagið mun reyna að verja titil sinn í Svíþjóð á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner