Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings, hefur fundað með ÍBV um möguleikann að verða næsti þjálfari liðsins. Frá þessu sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í Dr. Football þætti gærdagsins.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net tók hann vídeófund með Eyjamönnum á dögunum.
ÍBV er í þjálfaraleit eftir að Þorlákur Árnason hætti óvænt snemma í síðasta mánuði.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net tók hann vídeófund með Eyjamönnum á dögunum.
ÍBV er í þjálfaraleit eftir að Þorlákur Árnason hætti óvænt snemma í síðasta mánuði.
Aron Baldvin er ungur og spennandi þjálfari, einungis þrítugur og hefur getið sér gott orð hjá Víkingi. Hann hefur starfað fyrir félagið síðan 2019, varð þjálfari 2. flokks árið 2021 og kom inn í þjálfarateymi Arnars Gunnlaugssonar árið 2022.
Í vetur var hann lauslega orðaður við starf hjá Val en ekkert varð úr því. Hann og Viktor Bjarki Arnarsson hafa verið aðstoðarþjálfarar Sölva Geirs Ottesen frá því að hann tók við af Arnari fyrir tæpu ári síðan og var Aron Baldvin þá ráðinn í fullt starf hjá félaginu.
Steven Caulker, fyrrum leikmaður Tottenham og Liverpool, hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá ÍBV. Hann var spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í sumar.
Athugasemdir


