Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 01. febrúar 2020 18:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu stórkostlega stoðsendingu Alfreðs
Alvöru undirbúningur.
Alvöru undirbúningur.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason átti stoðsendinguna að sigurmarki Augsburg gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni.

Staðan var 0-1 í leikhlé en Alfreð og félagar voru mun betri í síðari hálfleik og sneru leiknum við. Alfreð lagði upp sigurmarkið fyrir Ruben Vargas með laglegri hælsendingu á 82. mínútu.

Alfreð spilaði seinni hálfleikinn, en hann er að jafna sig eftir axlarmeiðsli.

Markið má sjá hérna. Virkilega vel gert hjá íslenska landsliðsmanninum.

Það er vonandi að Alfreð nái að halda sér heilum næstu vikurnar. Í mars tekur Ísland nefnilega þátt í umspili um sæti í lokakeppni EM 2020 og þurfum við á Alfreð að halda þar.

Alfreð er þrítugur í dag og óskum við á Fótbolta.net honum til hamingju daginn.
Athugasemdir
banner
banner