Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Starfsfólk Spurs sagt mjög ósátt - Levy fékk 7 milljónir punda
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham.
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Þjálfarar og leikmenn Tottenham hafa ekki tekið á sig launalækkun.
Þjálfarar og leikmenn Tottenham hafa ekki tekið á sig launalækkun.
Mynd: Getty Images
Fyrir utan heimavöll Tottenham.
Fyrir utan heimavöll Tottenham.
Mynd: Getty Images
Starfsfólk Tottenham, 550 talsins, fékk að vita það að laun þeirra yrðu lækkuð um 20 prósent hálftíma áður en Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, tilkynnti það á opinberum vettvangi.

Frá þessu greinir Telegraph en miðillinn greinir einnig frá því að sumt starfsfólk hafi verið hvatt til þess að taka út orlofsdaga á meðan kórónuveirufaraldurinn stendur yfir.

Þrjár vikur eru síðan hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirunnar, en launalækkanir hjá Tottenham hafa verið gagnrýndar og er starfsfólk sagt óánægt, sérstaklega í ljósi þess að ekki hefur neitt komið fram um að leikmenn og þjálfarar lækki sig í launum.

Í bréfi sínu sagði Levy, sem lækkar sjálfur um 20 prósent í launum sínum, að hann vonaðist til þess að enska úrvalsdeildin, leikmannasamtökin og þjálfarasamtökin komi saman og laun verði lækkuð hjá leikmönnum og þjálfurum.

Að sögn Telegraph var sumt starfsfólk brjálað þegar það komst að því að Levy þénaði 7 milljónir punda á síðasta ári, að andvirði 1,2 milljarð íslenskra króna. Hann fékk 3 milljónir punda í bónus þegar vinnu við byggingu á nýjum leikvangi liðsins kláraðist.

Einn heimildarmaður sagði við Telegraph: „Hvernig geta leikmenn enn verið á 100 þúsund pundum á viku? Hvernig geta þeir enn verið að þiggja 100% launa sinna þegar fólk sem fær 30 þúsund pund á ári þarf að lækka í launum? Það er rangt."

Annar heimildarmaður sagði: „Þetta er allt saman mjög óþægilegt. Þetta brúar bilið á milli leikmanna og starfsfólks til muna."

Félag eins og Tottenham á ekki að þiggja pening frá ríkinu
Tottenham mun nýta sér möguleika bresku ríkisstjórnarinnar til að reyna að halda starfsfólki sínu. Möguleiki sem ríkisstjórnin býður upp á er að ríkið borgi 80% af launum starfsfólk sem getur ekki unnið vegna kórónuveirufaraldursins. Það þýðir að Tottenham þurfi þá að borga 20% launa starfsmanna.

Henry Winter skrifar pistil í The Times þar sem hann gagnrýnir Tottenham fyrir að nýta sér þetta úrræði. Önnur félög í ensku úrvalsdeildinni eins og Newcastle og Norwich ætla einnig að nýta sér úrræðið.

Winter vill meina að fjármunir ríkissins eigi frekar að fara í að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki í að berjast gegn kórónuveirunni og að þetta úrræði eigi aðeins að nota til að hjálpa félögum í neðri deildunum. Ekki félögum eins og Tottenham eða Newcastle.

„Leikmenn tala um samheldni og frábæran anda í félögunum, og þeir eiga því að hjálpa þeim sem minna mega sín í byggingunni: fólkinu sem vinnur í þvottahúsinu, vallarstarfsfólkinu, öllu starfsfólkinu sem vinnur fyrir hóflega fjárhagslega umbun," skrifar Winter.

Stjórnmálamaðurinn Julian Knight tekur undir með Winter. Hann segir: „Stóru strákarnir í ensku úrvalsdeildinni eiga að komast að sanngjörnu samkomulagi við stórstjörnur sínar áður en þeir leitast eftir hjálp frá skattgreiðandanum."

Tottenham hjálpar NHS
Þess ber þó að geta að Tottenham, sem var í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en hlé var gert á deildinni, hefur boðist til að hjálpa NHS; heilbrigðissþjónustunni í Bretlandi.

Heilbrigðisyfirvöld mega nota leikvang félagsins ef þess þarf og þá er bílakjallarinn á leikvangi Tottenham notaður til þess að geyma mat fyrir matarbanka.

Einnig hafa læknar og aðrir starfsmenn Tottenham úr heilbrigðissgeiranum verið sendir til starfa á sjúkrahúsum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner