Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 01. apríl 2024 13:25
Elvar Geir Magnússon
Championship: Leicester aftur á toppinn eftir endurkomusigur
Kiernan Dewsbury-Hall var með mark og stoðsendingu.
Kiernan Dewsbury-Hall var með mark og stoðsendingu.
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca er stjóri Leicester.
Enzo Maresca er stjóri Leicester.
Mynd: Getty Images
Leicester City 3 - 1 Norwich
0-1 Gabriel Sara ('20 )
1-1 Kiernan Dewsbury-Hall ('34 )
2-1 Stephy Mavididi ('61 )
3-1 Jamie Vardy ('90+)

Það er mikil spenna í Championship-deildinni og Leicester komst aftur á toppinn með því að sigra Norwich í hádegisleiknum sem var að ljúka. Heil umferð fer fram í deildinni í dag.

Leicester var steinsofandi í vörninni þegar Gabriel Sara kom Norwich yfir eftir hornspyrnu en Kiernan Dewsbury-Hall jafnaði með skalla af stuttu færi.

Dewsbury-Hall átti sendingu á Stephy Mavididi sem kom Leicester yfir í seinni hálfleik. Jamie Vardy, sem kom inn af bekknum, þrumaði svo boltanum í netið frá markteignum í uppbótartíma og 3-1 urðu lokatölur. Ákaflega mikilvægur sigur fyrir Leicester sem hefur hikstað rækilega að undanförnu. Noreich situr í sjötta sæti og er í baráttu um sæti í umspilinu.

Staðan á toppnum breytist væntanlega seinna í dag. Ipswich á spennandi leik gegn Southampton seinnipartinn og í kvöld mun Leeds mæta Hull City.

Leikir dagsins:
14:00 Birmingham - Preston NE
14:00 Coventry - Cardiff City
14:00 Middlesbrough - Sheff Wed
14:00 Plymouth - Bristol City
14:00 Rotherham - Millwall
14:00 Stoke City - Huddersfield
14:00 Sunderland - Blackburn
14:00 Swansea - QPR
14:00 West Brom - Watford
16:30 Ipswich Town - Southampton
19:00 Leeds - Hull City
Athugasemdir
banner
banner