Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 01. maí 2021 16:06
Aksentije Milisic
Mjólkurbikarinn: Grótta lagði Þrótt V - Framlenging á Dalvík
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fimm leikir voru að klárast í annari umferð Mjólkubikarsins. Fyrr í dag komust Vestri og Víkingur Ó áfram í 32-liða úrslitin.

Þróttur Vogum og Grótta áttust við á Vogaídýfuvellinum en margir töldu að þetta gæti orðið bananahýði fyrir Gróttu.

Svo reyndist ekki vera og vann Lengjudeildarliðið 3-1 sigur á 2. deildarliðinu. Heimamenn fengu rautt spjald þegar tólf mínútur voru til leiksloka.

Á Dalvík er grannaslagur í gangi þar sem Dalvík/Reynir og KF mættust. KF fékk rautt spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka en tókst þrátt fyrir það að ná forystunni undir lok leiks.

Dalvíkingar gáfust ekki upp og jöfnuðu með síðasta skoti leiksins en það kom eftir hornspyrnu. Framlenging er í gangi á Dalvík.

Fram vann þá 2-0 útisigur á Víði og Völsungur valtaði yfir Hamranna 9-1.

Þá skellti Kári Skallagrími 5-1, KFS vann Kríu og Sindri vann góðan útisigur á Fjarðabyggð.

Þróttur V 1-3 Grótta
0-1 Kjartan Kári Halldórsson ('13)
1-1 Ruben Lozano ('45, víti)
1-2 Pétur Theódór Árnason ('60)
1-3 Pétur Theódór Árnason ('86)
Rautt spjald: Andy Pew, Þróttur V. ('77)

Kári 5-1 Skallagrímur
1-0 Andri Júlíusson ('7, víti)
2-0 Andri Júlíusson ('12)
2-1 Declan Joseph Redmond ('25)
3-1 Jón Vilhelm Ákason ('38)
4-1 Fylkir Jóhannsson ('77)
5-1 Andri Júlíusson ('81)

Fjarðabyggð 0-1 Sindri
0-1 Abdul Bangura ('57)

Dalvík/Reynir 1-1 KF (framlenging)

Víðir 0-2 Fram
0-1 Aron Þórður Albertsson ('31)
0-2 Frederico Bello Saraiva ('58)

Völsungur 9-1 Hamrarnir
Mörk Völsungs: Sæþór Olgeirsson 5, Santiago Abalo 2, Bjarki Baldvinsson og Arnar Pálmi Kristjánsson.
Mark Hamranna: Atli Fannar Írisarson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner