Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. maí 2021 14:52
Aksentije Milisic
Mjólkurbikarinn: Willard með tvennu í sigri á Þrótti
Ólafsvíkingar fagna í dag.
Ólafsvíkingar fagna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 1 - 3 Víkingur Ó.
0-1 Harley Bryn Willard ('30 )
0-2 Harley Bryn Willard ('42 , víti)
0-3 Kareem Isiaka ('66 )
1-3 Samuel George Ford ('78 )
Rautt spjald: Hreinn Ingi Örnólfsson, Þróttur R. ('84)

Þróttur R og Víkingur Ó mættust í annari umferð Mjólkubikars karla rétt í þessu en leikið var á Eimskipsvellinum.

Leikurinn byrjaði fjörlega og skiptust bæði lið á að sækja. Það var á 30. mínútu sem fyrsta mark leiksins kom en það gerði Harley Bryn Willard þegar hann fylgdi eftir skoti Kareem Isiaka sem fór í stöngina.

Willard var aftur á ferðinni rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en þá fékk Víkingur vítaspyrnu eftir bakhrindingu. Willard skoraði af öryggi á punktinum.

Gestirnir gengu frá leiknum á 66. mínútu en þá skoraði Isiaka. „Skot frá Hlyn Sævar Jónsson, hægra megin við teigin, fer í löppina á Isakia, sem stóð inn í mið teig. Isakia nær svo að fá boltann inn í markið," skrifaði Brynjar Óli Ágústsson í beinni textalýsingu.

Samuel George Ford náði að klóra í bakkann fyrir Þróttara en undir lok leiks fékk Hreinn Ingi Örnólfsson beint rautt spjald hjá heimamönnum.

Víkingur Ó er því komið í 32-liða úrslit bikarsins en Þróttara hafa lokið leik í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner