Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. júní 2022 13:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það hefur ekkert breyst þarna í alltof mörg ár"
KR fagnar marki í sumar.
KR fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar KR hafa ekki farið vel af stað í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Liðið er á botninum með þrjú stig eftir sex leiki.

„Þær eru komnar upp aftur. Þær hafa ekki náð að styrkja liðið sitt með sterkum leikmönnum myndi ég segja. Erlendu leikmennirnir voru mjög lengi að fá atvinnuleyfi. Það býr samt miklu meira í þessu liði en hefur verið," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Hauka í Heimavellinum.

Það vakti athygli að Jóhannes Karl Sigursteinsson ákvað að segja starfi sínu lausu sem þjálfari liðsins á dögunum. Hann var ósáttur við það hvernig væri staðið að málum hjá félaginu.

„Kalli er búinn að gera ótrúlega vel þarna, en hann hefur gefist upp á þessu öllu. Það hefur greinilega ekki gengið eins og hann vildi með ýmislegt," sagði Guðrún Jóna, sem er uppalinn KR-ingur.

„Hann gagnrýnir umgjörðina hjá félaginu á sama tíma og hann segir af sér. Honum finnst það til dæmis ekki boðlegt hvað það tekur langan tíma að vinna í leyfum fyrir leikmenn sem var löngu ljóst að ættu að spila fyrir liðið. Svo hafa KR-ingar fengið baun úr öðrum áttum fyrir umgjörð. Það var talað um það á einhverjum leik að það væri hvorki vallarklukka né vallarþulur. Þetta er sérstakt," sagði Mist Rúnarsdóttir sem stjórnaði þættinum.

„Ég held að þetta segi allt sem segja þarf. Ég vona svo sannarlega að KR sem félag nái að breyta þessu. Gera kvennafótboltanum hærra undir höfði. Það hefur ekkert breyst þarna í alltof mörg ár. Það er mjög leiðinlegt að það komi svona um mitt gamla félag. Það er mikið af góðu fólki sem starfar í félaginu en það vantar meira frá félaginu sjálfu, það vantar betri umgjörð, hugsa betur um þetta og að gera eitthvað," sagði Guðrún Jóna.

KR vann sinn síðasta leik gegn Aftureldingu og verður athyglisvert að sjá hvernig árangur liðsins verður hjá nýjum þjálfara. Sagan segir að Christopher Harrington verði næsti þjálfari KR. Hann er fyrrum þjálfari kvennaliðs Fram þar sem hann gerði mjög góða hluti.

Næsti leikur KR er í kvöld gegn Selfossi á útivelli.
Heimavöllurinn: Þriðjungsuppgjör Bestu og allt eftir bók í bikar
Athugasemdir
banner
banner