
KSÍ kynnti í dag nýtt merki fyrir landslið Íslands sem og nýjan landsliðsbúning.
Landsliðsbúningurinn er frá Puma og hægt verður að forpanta hann síðar í þessum mánuði en vonir standa til að búningurinn komi til landsins í kringum Verslunarmannahelgina.
Landsliðsbúningurinn er frá Puma og hægt verður að forpanta hann síðar í þessum mánuði en vonir standa til að búningurinn komi til landsins í kringum Verslunarmannahelgina.
KSÍ mun einnig opna sérstaka netverslun þar sem ýmis varningur tengdur landsliðinu verður til sölu.
KSÍ hefur birt myndir af hugsanlegum vörum sem verða merktar með nýja landsliðsmerkinu.
Þá er stefnt á að hornfánarnir á Laugardalsvelli verði allir merktir með einum landvætti og brúsar landsliðsins og fleira tengt liðinu verður einnig vel merkt.
Á þessari síðu má sjá fleiri dæmi um landsliðsmerktan varning
Athugasemdir