Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 01. ágúst 2021 21:31
Victor Pálsson
Vinna ekki deildina sjálfkrafa með endurkomu Van Dijk
Mynd: Getty Images
Liverpool þarf að passa vel upp á Virgil van Dijk á nýju tímabili að sögn Jamie Carragher, fyrrum leikmanns liðsins.

Van Dijk er að snúa aftur eftir erfið meiðsli og átti brösuga endurkomu í 4-3 tapi gegn Hertha Berlin í æfingaleik á dögunum.

Carragher telur að Liverpool muni ekki vinna deildina sjálfkrafa ef Van Dijk snýr aftur og að hann þurfi að taka sinn tíma í að komast í stand.

„Ég held að við þurfum að fara varlega og ég held að það sé það sem Jurgen Klopp muni gera," sagði Carragher.

„Ég held að við ættum ekki að búast við Virgil van Dijk til baka og að liðið vinni svo deildina sjálfkrafa. Hann hefur glímt við alvarleg meiðsli og verður að passa að koma tilbúinn til leiks."

„Ef hann kemst í sitt besta stand þá er hann besti varnarmaður heims og það er það sem Liverpool mun vilja næstu fimm eða sex árin ekki næstu fimm eða sex vikurnar."

„Ef hann spilar ekki fyrsta leik tímabilsins þá er það enginn heimsendir. Þetta snýst um að fá hann 100 prósent."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner