Chelsea hefur samþykkt tilboð frá Atletico Madrid í enska miðjumanninn Conor Gallagher.
Chelsea bauð Gallagher nýjan samning í sumar en þessi 24 ára gamli miðjumaður hafnaði nýjum 3 ára samning. Hann á tæpt ár eftir af samningi sínum svo Chelsea hefur ákveðið að reyna selja hann.
Félagið hefur samþykkt 33 milljón punda tilboð frá Atletico en liðið vill frekar selja hann út fyrir England. Chelsea hefur m.a. neitað 45 milljón punda tilboði frá Aston Villa.
Nú er það í höndum Gallagher hvort hann vilji fara út fyrir landssteinana en svo gæti hann verið áfram hjá Chelsea og yfirgefið félagið á frjálsri sölu næsta sumar.
Athugasemdir