Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 01. september 2015 10:06
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn Finnsson fer til Groningen
Kolbeinn (til hægri) í leik gegn ÍA um síðustu helgi.
Kolbeinn (til hægri) í leik gegn ÍA um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður Fylkis, mun um áramótin ganga í raðir Groningen í Hollandi.

„Þetta er að mestu frágengið. Það eru bara formsatriði eftir," sagði Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður hjá Total Football í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kolbeinn er yngsti leikmaðurinn í sögu Fylkis en hann hefur verið í byrjunarliði í síðustu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni.

Þessi efnilegi miðjumaður fagnaði 16 ára afmæli sínu í síðustu viku.

Kolbeinn er sonur Finns Kolbeinssonar sem lék á sínum tíma lengi með Fylki. Kolbeinn á leiki að baki með U17 ára liði Íslands en hann hefur spilað sjö leiki í Pepsi-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner